KYLFINGUR 2022

8 I KYLFINGUR I Perla Sól gerir það ekki endasleppt, eftir að hafa unnið öll mót á unglingamótaröðinni hér heima og varð stigameistari GSÍ 2021 gerði hún sér lítið fyrir og skrapp til Florida og sigraði á Orlando International Amateur mótinu sem lauk í 22. desember á síðasta ári á Orange County National golf­ svæðinu. Perla Sól lék Crooked Cat völlinn á 2 höggum undir pari á lokahringnum sem var langbesta skor dagsins. Með frábærum lokahring fór hún upp í fyrsta sætið úr því fjórða. Perla lék hringina þrjá samtals á pari og lauk leik þremur höggum á undan keppinaut sínum frá Kína, Nancy Dai. Þrír aðrir íslenskir kylfingar tóku þátt á mótinu, þau Helga Signý Pálsdóttir úr GR, Bjarni Þór Lúðvíksson úr GR og Dagur Fannar Ólafsson úr GKG. Helga Signý endaði í 13. sæti á 23 höggum yfir pari. Bjarni Þór lék lokahringinn á 79 höggum og endaði í 21. sæti á átta höggum yfir pari. Dagur Fannar lauk keppni í 13. sæti á þremur höggum yfir pari. Hann lék lokahringinn á pari Crooked Cat vallarins. Kylfingur óskar Perlu Sól innilega til hamingju með sigurinn í Florida. Perla Sól sigraði á Orlando International Amateur í Florida Bjarni Þór lék frábært golf á Eagle Creek Holiday mótinu sem lauk 28. desember á síðasta ári og endaði í öðru sæti á samtals 4 höggum undir pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Helga Signý Pálsdóttir og Bjarni Þór Lúðvíksson tóku öll þátt í mótinu sem leikið var á Eagle Creek golfvellinum en mótið er hluti af hinni sterku Hurricane mótaröð. Bjarni lék fyrri hring mótsins á einu höggi yfir pari og lék svo frábært golf á lokahringnum þegar hann kom í hús á 5 höggum undir pari. Garret Ebbert sigraði á mótinu en hann lék á 8 höggum undir pari. Aðeins 4 kylfingar náðu að leika undir pari í piltaflokki. Perla Sól hélt áfram að leika vel og endaði í 4. sæti í Bjarni Þór í öðru sæti á Hurricane Junior Golf Tour stúlknaflokki á 2 höggum yfir pari. Helga Signý lék einnig mjög vel og endaði á 4 höggum yfir pari samtals eftir að hafa leikið fyrri hringinn á höggi undir pari. Frábær árangur hjá þessum ungu íslensku kylfingum og óskum við þeim innilega til hamingju.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==