KYLFINGUR 2022
AÐALFUNDUR GR 2022 Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur var haldinn á Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 6. desember og var þátttaka góð. Formaður félagsins, Gísli Guðni Hall, gerði grein fyrir skýrslu formanns um störf stjórnar á árinu. Harpa Ægisdóttir, fjármálastjóri kynnti ársreikning félags ins og fór yfir fjárhagsáætlun komandi starfsárs. Fundarstjóri var Ólafur Arin björn Sigurðsson. Gísli Guðni bauð sig fram til áfram haldandi formennsku og þakkaði fund armönnum traust sem honum hefur verið sýnt. Sitjandi stjórnamenn, Bryn ar Jóhannesson, Kristín Eysteinsdóttir og Ólafur William Hand, buðu sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en engin ný framboð komu fram. Þau voru þannig sjálfkjörin í aðalstjórn til næstu tveggja ára. Fyrir sátu í aðalstjórn Elín Sveinsdóttir, Guð mundur Arason og Margeir Vilhjálmsson sem kjörin voru til tveggja ára á aðalfundi 2021. Í varastjórn gáfu kost á sér Arnór Ingi Finnbjörnsson, Helga Friðriksdóttir og Þórey Jónsdóttir og er stjórn og varastjórn þannig fullskipuð. Rekstur starfsársins 2021-2022 gekk vel og var námu tekjur alls 583 milljónum króna og rekstrarafgangur 66 milljónum króna. Heildareignir félagsins nema 1,438 milljörðum króna og er eiginfjárstaða sem og lausafjárstaða sterk. Á rekstarárinu störfuðu 15 heilsársstarfsmenn hjá klúbbnum auk 59 sumarstarfsmanna. Að öðru leyti vísar stjórn klúbbsins til meðfylgjandi ársreiknings um rekstur og fjárhagsstöðu. Golfklúbbur Reykjavíkur annast rekstur 18 holur golfvallar og 6 holu æfingavallar í Grafarholti ásamt rekstri 27 holu golfvallar og 9 holu æfingavallar á Korpúlfsstöðum. Enn fremur rekur klúbburinn æfingaaðstöðu Bása í Grafarholti auk inniæfinga- og félagsaðstöðu á Korpúlfsstöðum. Á starfsárinu fóru af stað miklar framkvæmdir á vallar svæðum félagsins, má þar nefna 1. teig sem og 18. braut Grafarholts, endur bætur á Grafarkotsvelli sem og á Korp úlfsstöðum. Gólfefni voru endurnýjuð í Básum og eru enn frekari endurbætur á aðstöðu Bása fyrirhugaðar á næstu vikum, eins og nánar var kynnt. Fjárhagsáætlun GR 2023 var sam þykkt á aðalfundi og mun félagsgjöld hækka eins og sjá má í gjaldskrá hér fyrir neðan. Auk þess verður tekið upp nýliðagjald, kr. 40.000, fyrir alla sem ganga í klúbbinn 27 ára og eldri. Gjaldskrá fyrir komandi tímabil verð ur eftirfarandi: Félagsmenn 19-26 ára, kr. 70.000 Félagsmenn 27-71 ára, kr. 140.000 Félagsmenn 72 og eldri, kr. 120.000 Félagsmenn 75 ára og eldri*, kr. 90.000 *enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt Leiknir hringir á árinu voru 108.036 samanborið við 114.012 árinu á undan og fækkaði þeim á milli ára. Til að auka fram boð rástíma var ákveðið var að fara í 8 mínútur á milli rástíma auk 8 daga bókunarfyrirvara. Leiknir hringir á vina völlum voru töluvert færri í ár, 4.713 samanborið við 6.180 árið á undan. Kynjahlutfall er 35% konur og 65% karla, sem er bæting frá fyrra ári. Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar Árna Tómassyni og Guð mundi Frímannssyni endurskoðendum, fyrir sína vinnu og kjörnefnd fyrir sitt starf. Sérstakar þakkir færum við Ólafi Arinbirni fyrir faglega og góða fundarstjórn og félagsmönnum fyrir sína þátttöku. Stjórn, framkvæmdastjóri og starfsfólk klúbbsins þakkar félagsmönnum fyrir gott starfsár. Gísli Guðni Hall endurkjörinn formaður Gísli Guðni Hall formaður formaður GR þakkaði fundamönnum traustið. 98 I KYLFINGUR I
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==