KYLFINGUR 2023

I KYLFINGUR I 7 Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR, tilkynnti nú á dögunum um útnefningu á íþróttafólki Reykjavíkur árið 2023 og var kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur valinn Íþróttamaður Reykjavíkur. Haraldur Franklín Magnús átti frábært ár en hann lék 13 mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Meðal annarra afreka á árinu hjá Haraldi má telja upp að hann tók þátt í lokaúr­ tökumóti fyrir The Open, komst í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina, lék á tveimur á mótum DP World Tour, endaði í 127. sæti á Áskorendamótaröðinni, vann sér inn þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni á næsta ári, en þess má einnig geta að Haraldur Franklín er ennþá eini íslenski karlkylfingurinn sem leikið hefur á risamóti þegar hann lék á Opna Breska meistaramótinu í júlí 2018. Við óskum Haraldi Franklín og öðru íþróttafólki ársins innilega til hamingju með útnefninguna og frábæran árangur á árinu sem er að líða. HARALDUR FRANKLÍNMAGNÚS VALINN ÍÞRÓTTAMAÐUR REYKJAVÍKUR 2023 BOLTAFÖR Á FLÖTUM Boltaför hafa verið áberandi á flötum félagsins í sumar og viljum við ítreka það við félagsmenn og kylfinga sem leika á völlum félagsins að lagfæra eftir sig boltaför sem myndast á flötum. Það er aldrei of oft minnst á það að ganga vel um vellina okkar og að við vinnum saman að því að gera góða velli enn betri. Haraldur Franklín Magnús ásamt Ingvari Sverrissyni, formanni ÍBR og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==