KYLFINGUR 2024

Ingi Hlynur Sævarsson Hvenær varðstu félagi í GR? Það hefur líklega verið 1998. Af hverju varð golf fyrir valinu? Var búinn að sprikla í ansi mörgum íþróttum, boltaíþróttum, mótorhjólum, hestamennsku og nánast allt þar á milli þar til golfið kom til sögunnar og fann að það hentaði mér vel þar sem þetta er að mestu leyti einstaklingsíþrótt þar sem þú þarft að treysta á sjálfan þig. Hver er forgjöfin í dag? Í dag er hún 7,9 en hefur síðustu 20 ár verið að rokka milli 3-8. Korpan eða Grafarholt? Á erfitt með að gera upp á milli þessara valla, eru ólíkir, en að sama skapi mjög skemmtilegir. Fer svolítið eftir í hvaða ástandi þeir eru og þá er oftar spilað á Korpunni á vorin og Holtið á haustin. Hvernig hefur þér gengið, einhverjir eftirminnilegir sigrar? Það eru margir eftirminnilegir sigrar bæði einstaklings- og í liðakeppnum og líka margir ósigrar. Held að það hafi verið árið 2004 í meistaramótinu, þá lenti ég í öðru sæti í 1. flokk en kom sterkur til baka árið eftir og sigraði. Eftirminnileg atvik eða skemmtilegar sögur? Það er nú svo merkilegt þegar maður fer að hugsa um einhverjar góðar sög­ ur virðist æskuvinur minn og golffélagi Guðjón Bragason, málarameistari, koma við í þeim flestum en af hverju veit ég ekki! En eins og golfarar vita er erfitt að segja góða sögu nema hafa smá leikþátt með og ekki er það hægt hér þannig að fyrsta skondna atvikið sem ég lenti í, þá nýbyrjaður í golfi, kemur hér: Fyrir nokkuð mörgum ár­ um var ég og fyrrnefndur Guðjón að leika 6. holuna í Mosó (núverandi 4. hola) þar sem við sláum báðir upp­ hafshögg en Guðjón lendir í því að slá nokkuð langt til vinstri, rétt við 3. flötina. Hófust þá miklar spekúlasjónir hjá Guðjóni, því u.þ.b. 30 metrum fyrir framan okkur og í línu við flötina voru háspennustaurar, og spurningin var að fara vinstra megin, hægra megin eða á milli staurana. Ég held að Guðjón hafi tekið sér góðar 5-7 mínútur að ákveða hvað högg ætti að slá – síðan stillir hann sér upp vaggar rassinum og slær boltann – hittir hann fantavel, klárar sveifluna vel og heldur stöðunni og horfir á eftir boltanum. Eftir allar þess­ ar seremoníur vill ekki betur til en svo aðboltinn fer í annanháspennustaurinn og endurkastast í fallegum boga yfir okkur báða og endar ofan í pokanum hjá Guðjóni. (Eru þetta ekki nokkur vítishögg?). Hefurðu farið holu í höggi? Já, hef lent í því í þrígang. Í júní 1998 á 6. holu á Korpunni – 7 járn. Í sept­ ember 2011 á 11. í Grafarholti – 6 járn og í maí 2022 á 2. holu á Club de Golf Almerimar – 5 járn. Hver er sá besti sem þú hefur spilað með? Er búinn að spila með mörgum frá­ bærum kylfingum í gegnum tíðina og þar af líklega 6 fyrrum Íslandsmeist­ urum sem ég geri ekki upp á milli. En á alltaf eftir að spila hring með uppá­ halds íslenska kylfingnum mínum Úlf­ ari Jónssyni. Ef þú lest þetta Úlfar þá hringir þú í mig við finnum tíma í einn hring. Besti golfvöllur sem þú hefur leikið? Það eru gríðarlega margir góðir og fallegir sem ég hef spilað í gegnum tíðina út um allan heim – en af ein­ hverjum ástæðum kemur Kensington Golf & Country Club í Naples, Flórída, Arrowhead í Colorado, Castelfalfi Golf Club á Ítalíu, Carmel Valley Golf , Cali­ fornia upp í hugann á þessari stundu. Eitthvað hjá GR sem betur mætti fara? Mér finnst að það mættu vera mun fleiri ruslatunnur á völlunum eins og var áður fyrr og að kylfingar gangi um vellina með meiri virðingu fyrir öðrum og náttúrinni. Keep good care of the course and the course will take care of you! Eitthvað að lokum? Gleðilegt nýtt golfár og góðar stundir. COYS. ÞANNIG VAR NÚ ÞAÐ! 106 I KYLFINGUR I

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==