KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 11 sinni „við í GR njótum þess að þessir menn hafa unnið unnið afar mörg og mikilvæg störf fyrir klúbbinn, allir í ótrúlega langan tíma. Þeir hafa verið forystumenn í uppbyggingu GR síðustu áratugina, hver á sinn hátt, gert GR að því sem GR er og við erum að fagna, sjálfboðavinnu. Þeir voru á vaktinni þegar vellirnir okkar á Korpúlfsstöðum voru í byggingu, jafnframt því að bæta Grafarholtsvöllinn og aðstöðuna sem hér er. Þegar GR á í hlut telja þeir aldrei neitt eftir sér, svo sterkt er GR hjartað í þeim, og fyrir það erum við í GR þeim ævinlega þakklát“. Fyrstur í röðinni er Árni Tómasson . Árni er og hefur verið löggiltur endur skoðandi GR, samfellt frá árinu 2004, með góðum mönnum sér við hlið, síð ustu árin með Guðmundi Frímannssyni endurskoðanda, allt í sjálfboðavinnu. Hann hefur lagt grunn að vinnubrögð um starfsmanna og stjórnar, að því er snertir fjármálin, og hefur þannig gert miklu meira en það sem felst í venju legri endurskoðun. Starf hans fyrir klúbbinn á þessum sviðum er ómetan legt. Gestur Jónsson gegndi formennsku í GR á árunum 1999–2007, lengur en nokkur annar formaður í sögu í GR. Áður hafði hann setið í stjórn. Eftir að hann lét af formennsku hefur hann verið ötull talsmaður GR, látið klúbbinn sig varða og unnið trúnaðarstörf, m.a. Nýir heiðursfélagar ásamt formanni GR. F.v.: Hannes Guðmundsson, Guðmundur Björnsson, Stefán Gunnarsson, Gísli Guðni Hall formaður, Gestur Jónsson, Árni Tómasson og Jón Pétur Jónsson.Á innfelldu myndinni er Guðmundur S. Guðmundsson. Afreksmenn GR ásamt formanni. F.v.: Berglind Björnsdóttir. Ragnhildur Kristinsdóttir, Arnór Ingi Finnbjörnsson, Gísli Guðni Hall, Sigurður Bjarki Blumenstein og Perla Sól Sigurbrands dóttir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==