KYLFINGUR 2024
Meistaramót 2024 KLÚBBMEISTARAR GR 2024. Systkinin Böðvar Bragi Pálsson og Helga S Systkinin Böðvar Bragi Pálsson og Helga Signý Pálsdóttir voru í gær krýnd klúbb meistarar GR 2024. Þetta er í annað sinn sem þau hljóta klúbbmeistaratitilinn samtímis en síðast fögnuðu þau sigri fyrir tveimur árum, 2022. Böðvar Bragi var með öruggan sigur í karlaflokki á samtals 277 höggum eða með 9 högga mun á Arnór Inga Finn björnsson sem endaði í öðru sæti á 286 höggum. Í þriðja sæti varð Hákon Örn Magnússon á 287 höggum. Helga Signý sigraði kvennaflokkinn á samtals 318 höggum eða með 5 högga mun á Berglindi Björnsdóttir sem endaði í örðu sæti á 323 höggum, Eva Karen Björnsdóttir varð í þriðja sæti á 324 höggum. Fullt hús var á Lokahófi sem haldið var á Korpunni í gær þar sem Jóhann Alfreð sá um veislustjórn á meðan beðið var eftir að síðustu keppendur kæmu í hús. Á neðri hæðinni sá DJ Gunni um að halda stemmningunni gangandi að verðlaunaafhendingu lokinni og fram eftir kvöldi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==