KYLFINGUR 2024
Sveit GR. F.v.: Ásta Óskarsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Helga Friðriksdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Líney Rut Halldórsdóttir, Guðrún Garðars, Signý Marta Böðvarsdóttir og Júlíana Guðmundsdóttir. Keppni á Íslandsmóti golfklúbba 2024 í 1. deild kvenna 50+ var leikin á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu dagana 22. til 24. ágúst. Sveit GR lék til úrslita um sigurinn gegn GKG. Þar hafði GKG betur 4-1. Annað sætið varðhlutskipti GRá Íslands móti Golf klúbba í 1.deild kvenna 50+ Í sumar tók GR í notkun nýtt kerfi til þess að hjálpa kylfingum að halda jöfnum leikhraða. Erlendar kannanir hafa sýnt að þeir þættir sem kylfingar meta mest til ánægjuauka við það að leika golf eru gæði valla, félagsskapurinn á vellinum og jafn og góður leikhraði. Til þess að leikhraði sé bæði jafn og góður þurfa kylfingar að geta leikið golf á þægilegum hraða og ekki að lenda í miklum biðtíma á teig eða eftir næsta höggi. TAGMARSHAL eftir litskerfið er þannig að kubbur með gps merki fylgir hverju holli. Ræs ar og eftirlitsmenn geta séð á skjá hjá sér hvar hollin eru stödd hverju sinni. Þeir eru í raun komnir með eins konar loftmynd sem sýnir hvar holl eru að hrann ast upp. Jafnframt eru tímamælingar á holum sem segja hvort sam þjöppun er vegna að stæðna á vellinum eða hvort að eitthvert hollana sé að tefja og þá hvar er best fyrir ræsana að vera á vellinum hverju sinni. Eftir að Tagmarshal kerfið kom var mældur meðaltals leikhraði nálægt 4 klst og 10 mínútur og voru vellirnir almennt fullbókaðir. Langflestum kylfingum finnst hæfilegur tími fyrir 18 holu golfhring vera um 4 klst. Búnaðurinn gerir eftirlitsmönnum mögulegt að sjá fljótt hvaða holl eru farin að tefja leik hjá öðrum. Þeir geta bent viðkomandi á að hollið sé ekki að fylgja leikhraða viðmiðum og þurfi að halda betur í við næsta holl á undan. Þetta er lykilatriði til þess að ná jöfnum leikhraða að geta séð fljótt og vel hvar hægst hefur á leik. Holl sem leikur hringinn á 5 klst. og hleypir ekki fram úr þeim sem á eftir koma eru þar með að neyða alla sem á eftir koma til þess að leika líka á 5 klst. Það er mikilvægt að kylfingar átti sig á þessu og hjálpist að við að halda góðu flæði í leikhraða. Að sjálfsögðu getur ýmis legt komið upp á í golfi og tafið holl um tíma. Þegar það gerist er mikilvægt að ganga aðeins hraðar á næstu holum og vinna upp tímatapið og hleypa framúr þeim sem á eftir koma ef það er orðin auð braut framundan. Þetta var fyrsta árið í notkun og kerfið mun nýtast enn betur á næstu árum. Klúbburinn er kominn með tímamæl ingar á holum vallarins sem mun bæta möguleikann til þess að stýra leikhraða. TAGMARSHAL eftirlitskerfið 116 I KYLFINGUR I
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==