KYLFINGUR 2024

„Lokað fyrir golfbílaumferð á báðum völlum“. Þessi tilkynning birtist félagsmönnum ansi oft sumarið 2024. JÚNÍ Júní var tiltölulega kaldur á landinu öllu, sérstaklega norðaustanlands. Nokkuð langvinnt norðanhret gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Óvenjumikið snjóaði á norðanverðu landinu miðað við árstíma sem olli töluverðum vand­ ræðum. Bændur lentu í tjóni, eitthvað var um fugladauða og samgöngutrufl­ anir voru á fjallvegum. JÚLÍ Júlí var tiltölulega hlýr á norðanverðu landinu, en það var svalara sunnan­ lands. Loftþrýstingur var óvenju lágur í mánuðinum, vindhraði var yfir meðal­ lagi og tíð var nokkuð óhagstæð miðað við árstíma. Það var óvenju blautt og þungbúið á suðvestan- og vestanverðu landinu. Á nokkrum veðurstöðvum á Vesturlandi var júlíúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Það var þurrara og sólríkara á Norður- og Austurlandi. ÁGÚST Ágúst var kaldur og úrkomusamur um allt land. Víða var meðalhitinn sá lægsti sem mælst hefur í ágústmánuði á þessari öld og ágústúrkoman mældist óvenjumikil á fjölda veðurstöðva. Loft­ þrýstingur var óvenjulágur um allt land. Meðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafn lágur í ágústmánuði í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1820. Víða var óvenjuhvasst í mánuð­ inum. Mikil vatnsveður ollu vandræð­ um í flestum landshlutum í mánuð­ inum, en þau orsökuðu m.a. skriðuföll, flóð og mikla vatnavexti í ám. SEPTEMBER September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuð­ inum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelm­ ingi landsins. Sumarið sem aldrei kom Það næðir Það blæs Stormurinn æðir Það heyrist hvæs Nú styttist í storm Vindurinn æðir Nepjan er köld Holskeflan flæðir Um morgun og kvöld Skyldi ég komast í form? Sögur samt segja Það stytta upp él Bændur þá heyja frostkalinn mel Þá styttist í næsta storm Íslenska sumarblíðan 118 I KYLFINGUR I

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==