KYLFINGUR 2024

12 I KYLFINGUR I á lögfræðisviðinu, vakandi og sofinn yfir hagsmunum GR.   Guðmundur Björnsson var formaður GR á árunum 1990–1992, eftir að hafa verið í stjórn. Síðan þá hefur hann verið talsmaður klúbbsins og gegnt trúnaðarstörfum, m.a. í tilnefningar- og kjörnefnd, og í ráðgjöf fyrir klúbbinn í margvíslegum málum í gegnum tíð­ ina.  Guðmundur S. Guðmundsson var kosinn í stjórn 1972 og var formaður 1973–1974. Guðmundur hélt Norður­ landamótið 1974 þegar gullkynslóð Kylfinga í GR var að stíga sín fyrstu skref. Þá var hann framkvæmdastjóri árið 1982 og sat í stjórn GSÍ 1983– 1990. Í seinni tíð hefur Guðmundur verið öflugur málsvari eldri kylfinga. Hannes Guðmundsson var formaður á árunum 1986–1989 og forseti GSÍ frá 1993–1998. Enn í dag er hann vakandi yfir hagsmunum GR og alltaf til staðar. Jón Pétur Jónsson var formaður á árunum 2008–2014, eftir að hafa setið lengi í stjórn og sinnt margvíslegum málum, m.a. um tíma sem formaður kappleikjanefndar sem var og hét. Í seinni tíð hefur hann aðstoðað GR á margvíslegan hátt og er eins og aðrir hér, alltaf til staðar Stefán B. Gunnarsson . Stefán var ekki formaður, en sat um árabil í stjórn klúbbsins og tók að sér stór verkefni. Hann var lykilmaður í barna, unglinga- og afreksstarfi, var liðsstjóri í sigur­ sælum sveitum GR, hann var yfir vallarnefnd og formaður byggingar­ nefndar Bása, hann keyrði það verkefni áfram sem sóma eins og annað sem hann tekur sér fyrir hendur. svipmyndir frá boðsmótinu

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==