KYLFINGUR 2024
124 I KYLFINGUR I Páll Birkir Reynisson er besti púttari Golfklúbbs Reykja víkur, annað árið í röð. Páll sigraði Jónas Gunnarsson, þann snjalla púttara sem alltaf er í baráttunni, í umspili um sigurinn. Báðir léku á 274 púttum. Lið nr. 1 varð nr. 1 og varð 1 höggi á undan liði nr. 4. Þessi tvö lið höfðu nokkra yfirburði yfir önnur lið og börðust um sigurinn svo að segja frá fyrstu umferð. Sigurliðið, sem sjá má hér að ofan var þannig skipað: Jónas Kristjánsson, Jón Karlsson, Jón Þór Ólafsson, Arnór Tjörvi Þórsson og púttmeistarinn Páll Birkir Reynisson. Þetta lokakvöld fer í sögubækurnar því hvert metið af öðru leit dagsins ljós eða kvöldsins ef svo má segja. Fyrsta metið setti Bjarki Gunnarsson, fór 9 fyrstu holurnar á einu pútti, sem sagt 9 undir eftir 9 sem ekki hefur gerst áður. Annað metið féll svo er klúbbmeistarinn, Páll Birkir, ein púttaði 12 holur í röð, vel gert. Þetta átti bara eftir að batna því snillingurinn Hannes Eyvindsson, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, setti upp enn eina flugeldasýninguna sem hefur einkennt hans golfferil í gegnum tíðina, kom inn á 46 púttum sem er met á pútt mótaröðinni, 26 undir pari á 36 holum, ótrúlegt en satt, og lið hans er fyrsta liðið sem skilar skori undir 100 púttum eða 98 pútt sem er enn eitt metið sem féll þetta lokakvöld. Það verður að segjast eins og er að þetta lokakvöld verður lengi í minnum haft eða allavega fram að næsta lokakvöldi. Í þetta sinn var púttmótaröðin átta umferðir í stað tíu undanfarin ár og nú töldu fimm umferðir af átta. Með þessum glæsilega lokahring náði Hannes Eyvindsson sér í þriðja sætið, í einstaklingskeppninni, aðeins einu höggi á eftir bestu mönnum (275). Jafnir í fjórða sætinu urðu þeir Andri Þór Björnsson og Magnús Guðmundsson, (279) næstir og jafnir á eftir þeim urðu Ragnar Ólafsson og Jónas Kristjánsson (280). Sigurliðið, fv.: Jónas Kristjánsson, Jón Karlsson, Jón Þór Ólafsson, Arnór Tjörvi Þórsson og besti púttarinn Páll Birkir Reynisson. Nýtt met. Hannes Eyvindsson kom inn á 46 púttum og setti þar með met á Ecco-púttmótaröðinni. púttmótaröðin
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==