KYLFINGUR 2024
Í liðakeppninni urðu úrslit þau að Lið 1 sigraði eins og áður sagði á 539 púttum. Í öðru sæti á 540 púttum varð Lið 4, skipað þeim Guðmundi Óskari Haukssyni, Ingimari Þ. Friðrikssyni, Jónasi Gunnarssyni, Kristjáni Ólafssyni og Róberti Arnþórssyni. Lið 26, á 549 púttum hlaut þriðja sætið, skipað þeim Garðari Halldórssyni, Jónasi Heimissyni, Kristni Má Matthíassyni og og síðast en ekki síst Magnúsi Guðmundssyni. Bestu þakkir til Ecco sem er styrktaraðili Mótaraðarinnar og ekki síður þakkir til þeirra félaga sem eru með á móta röðinni og komu færandi hendi með verðlaun þetta árið og má þar nefna Jóhannes Bjarna í Danól sem kommeð kaffi og glös sem dugði alla mótaröðina og lagði svo til tvo vinninga að auki, Geiri frá Stjörnugrís með veglegan matarpakka, Guðmundur Björnsson í Flotun er alltaf traustur. Kjarri í Kólus sá um páskaeggin enn eitt árið. Einnig þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem finnst bara sjálfsagt að styrkja svona félagsskap hjá GR. Má þar nefna Myndform, Laugar Spa, herrafataverslunina Karlmenn og mörg önnur. Átta lið fengu klst. í hermi hjá Viggó í Golf klúbbnum. Takk kærlega fyrir það. Ekki má gleyma að þakka okkar allra besta manni, Atla Þór Þorvaldssyni, sem er mín hægri hönd í þessu öllu saman. Ómar Örn framkvæmdastjóri GR, Dóra Eyland og Harpa Ægis standa vel að baki mér og gera þetta allt framkvæman legt. Bestu þakkir fyrir það. Að lokum óska ég sigurvegurunum til hamingju með árangurinn. Svo að endingu þakka ég öllum fyrir þátttökuna í vetur og vonandi hafa allir haft einhverja ánægju af. Gangi ykkur vel í golfinu í sumar. HBK
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==