KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 13 ÁFRAMHALDANDI FRAMKVÆMDIR AÐALFUNDUR GR Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur var haldinn á Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 3. desember og var mæting félags manna góð. Formaður félagsins, Gísli Guðni Hall, gerði grein fyrir skýrslu formanns um störf stjórnar á árinu. Harpa Ægisdóttir, fjármálastjóri, kynnti ársreikning félagsins og fór yfir fjár hagsáætlun komandi starfsárs. Fundar stjóri var Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Gísli Guðni bauð sig fram til áfram haldandi formennsku og hefur nú sitt fjórða ár sem sitjandi formaður. Sitj andi stjórnarmenn – Brynjar Jóhann esson, Kristín Eysteinsdóttir og Ólafur William Hand gáfu kost á sér til áfram haldandi stjórnarsetu í aðalstjórn til tveggja ára. Fyrir í aðalstjórn sitja þau Elín Sveinsdóttir, Guðmundur Arason og Margeir Vilhjálmsson. Þau voru þannig sjálfkjörin í aðalstjórn til næstu tveggja ára. Í varastjórn gáfu kost á sér Arnór Ingi Finnbjörnsson, Hrannar M. Hallkelsson og Þórey Jónsdóttir og eru stjórn og varastjórn þannig fullskipuð. Rekstur klúbbsins gekk vel á starfs árinu 2023–2024 og námu tekjur alls 788 milljónum króna og rekstararaf gangur 60,7 milljónir. Heildareignir nema 1.600 milljónum króna og eigin fjárstaðan sem og lausafjárstaðan er sterk. Á rekstrarárinu störfuðu 18 heilsársstarfsmenn hjá klúbbnum og að auki 66 sumarstarfsmenn. Að öðru leyti vísar stjórn klúbbsins til ársreikn ings um rekstur og fjárhagsstöðu sem finna má á heimasíðu klúbbsins, grgolf. is . Golfklúbbur Reykjavíkur annast rekstur 18 holur golfvallar og 6 holu æfingavallar í Grafarholti ásamt rekstri 36 holu golfvallar (4×9, þ.e. Sjórinn, Áin, Landið og Thorsvöllur) á Korpúlfs stöðum. Ennfremur rekur klúbburinn æfingaaðstöðu Bása í Grafarholti auk inniæfinga- og félagsaðstöðu á Korp úlfsstöðum. Eins og undanfarin ár voru miklar framkvæmdir á vallarsvæðum félagsins á starfsárinu, hæst ber formleg opnun nýrrar 17. brautar á Grafarholtsvelli en brautin vakti mikla hrifningu kylfinga sem hana léku. Aðrar framkvæmdir í Grafarholti voru sléttun 4. brautar, uppbygging nýrrar flatar á 1. braut, uppbygging nýrra bakteiga á 4. og 18. Gísli Guðni Hall, formaður GR, flytur skýrslu stjórnar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==