KYLFINGUR 2024

I KYLFINGUR I 13 ÁFRAMHALDANDI FRAMKVÆMDIR AÐALFUNDUR GR Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur var haldinn á Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 3. desember og var mæting félags­ manna góð. Formaður félagsins, Gísli Guðni Hall, gerði grein fyrir skýrslu formanns um störf stjórnar á árinu. Harpa Ægisdóttir, fjármálastjóri, kynnti ársreikning félagsins og fór yfir fjár­ hagsáætlun komandi starfsárs. Fundar­ stjóri var Ólafur Arinbjörn Sigurðsson. Gísli Guðni bauð sig fram til áfram­ haldandi formennsku og hefur nú sitt fjórða ár sem sitjandi formaður. Sitj­ andi stjórnarmenn – Brynjar Jóhann­ esson, Kristín Eysteinsdóttir og Ólafur William Hand gáfu kost á sér til áfram­ haldandi stjórnarsetu í aðalstjórn til tveggja ára. Fyrir í aðalstjórn sitja þau Elín Sveinsdóttir, Guðmundur Arason og Margeir Vilhjálmsson. Þau voru þannig sjálfkjörin í aðalstjórn til næstu tveggja ára. Í varastjórn gáfu kost á sér Arnór Ingi Finnbjörnsson, Hrannar M. Hallkelsson og Þórey Jónsdóttir og eru stjórn og varastjórn þannig fullskipuð. Rekstur klúbbsins gekk vel á starfs­ árinu 2023–2024 og námu tekjur alls 788 milljónum króna og rekstararaf­ gangur 60,7 milljónir. Heildareignir nema 1.600 milljónum króna og eigin­ fjárstaðan sem og lausafjárstaðan er sterk. Á rekstrarárinu störfuðu 18 heilsársstarfsmenn hjá klúbbnum og að auki 66 sumarstarfsmenn. Að öðru leyti vísar stjórn klúbbsins til ársreikn­ ings um rekstur og fjárhagsstöðu sem finna má á heimasíðu klúbbsins, grgolf. is . Golfklúbbur Reykjavíkur annast rekstur 18 holur golfvallar og 6 holu æfingavallar í Grafarholti ásamt rekstri 36 holu golfvallar (4×9, þ.e. Sjórinn, Áin, Landið og Thorsvöllur) á Korpúlfs­ stöðum. Ennfremur rekur klúbburinn æfingaaðstöðu Bása í Grafarholti auk inniæfinga- og félagsaðstöðu á Korp­ úlfsstöðum. Eins og undanfarin ár voru miklar framkvæmdir á vallarsvæðum félagsins á starfsárinu, hæst ber formleg opnun nýrrar 17. brautar á Grafarholtsvelli en brautin vakti mikla hrifningu kylfinga sem hana léku. Aðrar framkvæmdir í Grafarholti voru sléttun 4. brautar, uppbygging nýrrar flatar á 1. braut, uppbygging nýrra bakteiga á 4. og 18. Gísli Guðni Hall, formaður GR, flytur skýrslu stjórnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==