KYLFINGUR 2024

14 I KYLFINGUR I braut sem og mörg önnur minni verkefni, t.d. var sett upp tímabundin aðstaða starfsmanna, en sú sem fyrir var er úr sér gengin. Stærstu framkvæmdir á Korpu á liðnu starfsári var malbikun stíga, Sjór­ inn sem og aðrir stórir vinnustígar voru malbikaðir. Í vetur verður farið að ljúka malbikun stíga á Ánni og Landinu. Byggðir voru upp fjórir nýir framteigar, á 1., 3., 4. og 8. braut ásamt tveimur nýjum bakteigum á 5. og 13. braut. Ný púttflöt Korpu sem hefur verið í upp­ byggingu síðastliðin tvö ár verður formlega tekin í notkun í byrjun næsta tímabils. Formaður fór yfir helstu niðurstöður úr viðhorfskönnun sem gerð var í byrjun nóvember og eru hástökkvarar milli ára eftirfarandi atriði: leikhraði, eftirlit á völlum, stígar á báðum völlum og aðstaða í Básum. Fallandi þættir eru: aðgengi að rástímum, gæði glompa á báðum völlum og gæði teiga. Allt eru þetta atriði sem stjórn og starfsfólk munu fara vel yfir fyrir kom­ andi ár. Fjárhagsáætlun GR 2025 var sam­ þykkt á aðalfundi. Félagsgjöld 2025 verða: Félagsmenn 19-26 ára, kr. 82.500 Félagsmenn 27-73 ára, kr. 165.000 Félagsmenn 74 og eldri, kr. 141.400 Félagsmenn 75 ára og eldri*, kr. 106.100 * enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt. Leiknir hringir á árinu voru 93.309 samanborið við 93.970 á fyrra ári. Félagsmenn léku 4.071 hringi á vina­ völlum félagsins og vinavallasamningar því ágætlega nýttir í ár. Leiknir hringir hefðu orðið mun fleiri ef óhagstætt verður hefði ekki sett strik í reikninginn. Kynjahlutfall í klúbbnum er 35% konur á móti 65% karla og stendur í stað á milli ára. Tillaga var lögð fram og samþykkt um aðildargjald að Thorsvelli. Þeim að­ ilum sem nú eru á biðlista eftir inn­ göngu í GR verður boðin aðild að Thorsvelli fyrir komandi sumar sem veitir aðgang að Golfbox. Heildarfjöldi fyrir þessa aðild verður 200 manns og mun frekari útfærsla á þessari aðild verða kynnt í janúar. Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar Árna Tómassyni og Guðmundi Frímannssyni, endurskoðendum, fyrir sína vinnu og kjörnefnd fyrir sitt starf. Sérstakar þakkir færum við Ólafi Arinbirni Sig­ urðssyni fyrir faglega og góða fundar­ stjórn og félagsmönnum fyrir sína þátttöku. Stjórn, framkvæmdastjóri og starfs­ fólk klúbbsins þakkar félagsmönnum fyrir gott starfsár. Harpa Ægisdóttir, gjaldkeri klúbbsins, fór yfir reikninga félagsins. Ólafur Arinbjörn Sigurðsson var einróma kosinn fundarstjóri. Háttvísibikarinn er að venju afhentur í lok fundar og að þessu sinni hlaut Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir bikarinn. Nánar um það annars staðar í blaðinu. Í hléi var m.a. boðið uppá þessa dýrindis tertu.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==