KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 15 Eitt af mínum fyrstum verkefnum sem íþróttastjóri GR verð ur að vinna að því að fá viðurkenningu fyrir allt íþróttastarf GR sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaviðurkenning fyrir allt íþrótta starf innan hvers íþróttafélags. Viðurkenningin felur í sér að Golfklúbbur Reykjavíkur stenst þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Til þess að standast slíkar gæðakröfur þarf íþróttafélag að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur um gæði og innihald þess starfs sem það vinnur. GR hefur áður verið fyrirmyndarfélag ÍSÍ frá árinu 2013 en höfum ekki haft viðurkenninguna frá árinu 2017. Viðurkenningunni fylgja ýmsir kostir. Handhafar hennar hafa samþykkt stefnur og viðbragðsáætlanir í flestum þeim málum er snúa að íþróttastarfi. Fjölbreytt markmið með starfinu munu liggja fyrir og það eitt og sér eykur líkur á því að allir sem koma að starfinu með einum eða öðrum hætti rói í sömu átt, Golfklúbbi Reykjavíkur til heilla og framfara. Siðareglur fyrir starfið munu liggja fyrir, persónuverndar stefna er klár auk stefna í fræðslu- og forvarnarmálum, jafn réttismálum, umhverfismálum og félagsmálum svo eitthvað sé nefnt. Sveitarfélög gera í auknum mæli kröfur til íþróttafélaga um að hafa þessa viðurkenningu frá ÍSÍ. Mér finnst það skipta máli að þau sem að vinna og stjórna við íþróttaþjálfun geri öðrum grein fyrir því gagnvart for eldrum, stjórnarmönnum og öðrum félagsmönnum auk allra annarra aðila er koma að starfinu. Um að gera að láta alla vita hvernig við vinnum starfið okkar af meiri fag mennsku og ákveðið gæðamat er í gangi. Skýr stefna er mikilvægt verkfæri til að ná sem bestum árangri bæði á sviði golfíþróttarinnar og við uppeldisstarfi. Með markvissri þjálfun og góðu skipulagi eru börnum og unglingum skapaðar aðstæður til að æfa golf hjá Golfklúbbi Reykjavíkur við sitt hæfi allt árið um kring, hvort sem þau stefna á að æfa golf með vinum sínum eða skapa góðar aðstæður til að verða afreksmenn seinna meir á lands- eða alþjóða mælikvarða. Það var beiðni frá stjórn GR að við förum þessa vegferð, til að öðlast viðurkenninguna. Mikið verkefni er fyrir höndum og við stefnum á að verða fyrirmyndarfélag ÍSÍ í byrjun sum ars 2025. GR Íslands meistari í 1. deild karla 50+ Sveit GR sigraði í karlaflokki á Íslandsmóti golfklúbba 2024 í 1. deild 50+ sem leikið var á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar dagana 23. til 25. ágúst. Lið GR skipuðu, f.v.: Guðmundur Arason, Jón Kristbjörn Jónsson, Jón Karlsson, Magnús Bjarnason, Hannes Eyvindsson, Sigurður Fannar Guðmundson, Einar Long og Hallsteinn Traustason. Karl Ómar Karlsson íþróttastjóri GR: GR verði fyrirmyndarfélag GSÍ
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==