KYLFINGUR 2024

18 I KYLFINGUR I Guðmundur Stefán Jónsson Hvenær varðstu félagi í GR? Með frábærri liðveislu Ómars, þá markaðsstjóra GR komst ég inn í klúbb­ inn árið 2003. Af hverju varð golf fyrir valinu? Ástæðurnar voru einkum tvær. Í fyrsta lagi þá var ég að skipta um vinnu á árinu 2002 og minn nýi yfirmaður taldi mikilvægt að setja „golfiðkun“ inn í starfslýsinguna mína sem varð til þess að ég varð að kaupa mér sett og hefja golfæfingar hjá kennara. Það má eig­ inlega segja að golfskórnir hafi sparkað knattspyrnuskónum upp á hillu. Hin ástæðan var sú að stórhluti fjölskyld­ unnar var kominn á fullt í golfið og hvað er skemmtilegra en að sigra stóru systur og hennar mann í golfi, ég bara spyr. Hver er forgjöfin í dag? Hún er rokkandi milli 18 og 19.5, er kolfastur þar – skrái nánast alla hringi. Korpan eða Grafarholt? Get ekki gert upp á milli þeirra, en Áin og fyrri níu holurnar í Holtinu eru í uppáhaldi. Hvernig hefur þér gengið, einhverjir eftirminnilegir sigrar? Stærsti sigurinn á hverjum degi sem ber að þakka fyrir er að geta og hafa heilsu til að stunda þessa frábæru íþrótt. En það var mjög gaman og kom sjálfum mér nokkuð á óvart að ná að sigra Öldungamótaröð GR í fyrra. Markmiðið var að verja titilinn í sumar en púttið fyrir birdie á seinustu klikk­ aði. Eftirminnileg atvik eða skemmtilegar sögur? Í einni golfferði til Alcaidesa á Spáni kynntist ég öðlings hjónum Sigurði Einarssyni og hans frú Sigrúnu Ragnars­ dóttur, margföldum meistara kvenna í golfi. Frábær hjón jafnt innan sem utan vallar. Þegar leið á þessa ferð þá sögðust þau ætla að framlengja um viku og ég brást við um hæl og spurði hvort þau væru ekki til í að ættleiða mig svo ég gæti bara verið viku lengur líka. Þau féllust á að íhuga málið og restina af ferðinni fékk ég viðurnefnið „krakkaskrattinn“. Nokkrum árum síðar var ég í samsettri ferð fyrst á Monte­ castillo og síðan viku á Alcaidesa. Nokkrum dögum fyrir brottför niður til Alcaidesa fékk ég skilaboð, hvenær væri von á „krakkaskrattanum“. Það jók verulega á tilhlökkun mína að vita að „fósturforeldrarnir“ væru þar mætt sem svo oft áður. Ekki skemmdi að spila síðan hring með þeim þar sem Sigurður fór á kostum og spilaði á 40 punktum 87 ára gamall. Svona augna­ blik standa upp úr og lifa með manni. Hefurðu farið holu í höggi? Já reyndar, þó tilfinningalega séð hafi það ekki náð neinum þeim væntingum sem því eiga að fylgja. Ég upplifði síðar „holu í höggi tilfinningu“ þegar konan fór holu í höggi á 12 braut Heathlands vallarins á Alcaidesa það var skuggalega flott. Ég náði þessum „árangri“ í júní 2011 á sjöttu á Sjónum. Við hjónin höfðum skráð okkur á teig og vorum bara tvö þar til rétt áður en lagt var af stað. Góður vinur okkar Hjörtur Þor­ gilsson kom hlaupandi nýbúinn að skrá sig með okkur (sem betur fer). Veðrið var hreint frábært, en venjulegur barningur í golfinu að halda sig undir 100 höggunum. Þegar komið var á teig á sjöttu, tók ég upp níu-járn og átti slæglegt högg sem lenti á bakkanum ofan við flötina og rennur fram af og í átt að flötinni. Holustaðsetningin var alveg efst og útilokað að sjá sjálfa holuna. Ég var alveg slakur og með nokkuð góða von um par, en Hjörtur kom með þá ótrúlegu vangaveltu að sennilega væri þetta bara hola í höggi, „sure“. Þegar komið var niður að hol­ unni sást boltinn hvergi. Hvað sagði ég kom þá upp úr Hirti, en spennan og angistin kom aldrei, hann bara var þarna í holunni. Konan bætti úr þeirri upplifun eins og fyrr segir, þar sem ég horfði allan tímann á eftir boltanum í fallegum sveig lenda í flatarkanntinum og renna síðan hægt og rólega, fjög­ urra til fimm metra leið ofan í holuna og þá görguðu allir í hollinu. Hver er sá besti sem þú hefur spilað með? Eitt það allra skemmtilegasta við golfið er hversu mörgu frábæru fólki maður kynnist og hef ég notið þess að spila með mörgum frábærum spilurum. ÞANNIG VAR NÚ ÞAÐ!

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==