KYLFINGUR 2024
Einn aðili stendur þó upp úr í minn ingunni. Þessi snillingur var á þessum tíma að spila á unglingamótaröðinni, Bogi Níls Bogason yngri. Við hjónin höfðum skráð okkur á Grafarholtið og taldi ég það sigur út af fyrir sig því þetta var Eurovisionkvöld og því tíma mínum betur varið í að spila golf. Þegar á teig var komið sá ég að með okkur var þessi ljúfi drengur sem ég vissi deili á því langafi hans í föður ætt og faðir minn unnu saman hjá Síldar útvegsnefnd á Siglufirði um miðja síð ustu öld. En aftur að golfinu, það var ekki að spyrja að því að Bogi spilaði eins og engill, nánast fuglar eða pör á öllum holum og það stórmerkilega gerðist að hann dró mig upp úr meðal mennskunni. Ég var svo slakur í þessum frábæra félagsskap að þegar í hús var komið þá reyndist mitt skor það besta á ævinni 82 högg, við erum að tala um 2011 og það met stóð þar til í sumar að ég náði 80 högga hring. Besti golfvöllur sem þú hefur leikið? Fyrir mér er eiginlega útilokað að segja besti völlur, því margir eru gríðarlega fallegir svo sem útsýni og einstakar brautir en ná ekki alveg að fanga mann. Spilaði í haust Navarino Bay völlinn, alveg frábær, þó eru bæði Monte castillo og Alcaidesa Links völlurinn á Spáni í mun meira uppáhaldi. Sá sem alltaf mun standa upp úr og er þá Siglógolf meðtalinn, er Providence völlurinn í Orlando. Eitthvað hjá GR sem betur mætti fara? Tilmæli til Stjórnar GR – árgangur 1952 eru líka eldriborgarar og ekki sann gjarnt að þeir greiði ár eftir ár fullt félagsgjald. Eitthvað að lokum? Hugmynd að eldri kylfingar tækju GR- nýliða í „fóstur“, hér er ég ekki að tala um unglinga og börn. Settar yrðu fram umgengnis- og leikreglur fyrir nýliða um velli GR. Fósturforeldrar bæru síðan ábyrgð á að fara með sinn „ný liða“ að lágmarki fimm hringi út á völl yfir sumarið og að þeim tíma liðnum fengju nýliðarnir heimild til að skrá sig á teig. Með þessu væri unnt að þjálfa nýliða upp í leikhraða, einföldustu leik reglum og umgengni á völlunum okkar. I KYLFINGUR I 19 Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ráðið Karl Ómar Karlsson sem íþróttastjóra klúbbs ins. Karl Ómar er menntaður grunn- og framhaldsskólakennari og PGA golfkenn ari, en hann lauk PGA námi í Svíþjóð á árinu 2003. Hann hefur starfað við golf kennslu í yfir þrjá áratugi og þar af jafn framt sem íþróttastjóri í um tvo áratugi, hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann er GRingur að upplagi. Megin verkefni hans sem íþróttastjóri verður að skipuleggja og stýra barna-, unglinga- og afreksstarfi klúbbsins. Við í GR bjóðum Karl Ómar hjartanlega velkominn til starfa hjá GR og væntum mikils af samstarfinu við hann. Karl Ómar Karlsson ráðinn íþróttastjóri Gunnar Þór Gunnarsson ráðinn umsjónarmaður fasteigna og viðhalds Gunnar Þór Gunnarsson hefur verið ráð inn umsjónarmaður fasteigna og við halds hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og hóf störf nú um mánaðamótin. Gunnar er menntaður smiður og er sjálfur GR-ingur og þekkir félagið og starfsemi þess því vel. Ábyrgðarsvið Gunnars verður að sinna umsjón og eftirliti með fasteignum og aðstöðu félagsins, veita ráðgjöf við ný byggingar og sjá um samskipti við verk taka þeim verkefnum tengdum. Störf hans verða unnin í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og vallarstarfsmenn – vallarumhirða, viðhald véla, aðstoð við nýframkvæmdir á golfvöllum og annað sem liggur fyrir hverju sinni. Við bjóðum Gunnar velkominn til starfa og hlökkum til að nýta krafta hans og þekkingu í hin ýmsu verkefni á komandi árum. VELKOMNIR TIL STARFA HJÁ GR
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==