KYLFINGUR 2024
22 I KYLFINGUR I Það var gaman að sjá þá fjölmörgu félagsmenn sem lögðu leið sína á Korpuna á laugardag þegar 90 ára afmæli félagsins var fagnað með kaffi og veitingum. Stjórn og starfsfólk tók á móti gestum og voru myndbönd látin rúlla á skjám í veitingasal þar sem hægt var að sjá bæði myndir frá fyrstu árum félagsins og eins hver framtíðarsýn og næstu skref uppbyggingar hjá félaginu eru. Afmælispúttmót Hægt var að taka þátt í púttmóti á efri hæðinni og unnu 6 efstu til verðlauna, í fyrsta sæti varð Rúnar Guðmundsson á -11 eða 25 púttum – úrslit má sjá hér: 1. sæti Rúnar Guðmundsson -11 (25) 2.–3. Tinna Sól Björgvinsdóttir -10 (26) 2.–3. Páll Birkir Reynisson -10 (26) 4.–5. Ársæll Guðjónsson - 9 (27) 4.–5. Hannes G. Sigurðsson - 9 (27) Meðfylgjandi myndir tók Grímur Kolbeins. Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna og óskum ykkur gleðilegrar jólahátíðar! GR 90ÁRA! TAKKFYRIRKOMUNA!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==