KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 25 Markmið Junior Solheim Cup er að gefa ungum kylfingum tækifæri til að keppa á alþjóðlegum vettvangi, byggja upp reynslu og fá innblástur frá at vinnukylfingum. Keppnin fer fram ann að hvert ár í tengslum við Solheim Cup og býður upp á einstakt tækifæri fyrir unglingana til að kynnast atvinnumönn um og öðlast reynslu í samkeppni á hæsta stigi. PING Junior Solheim Cup er útgáfa af Solheim Cup fyrir kvenkyns áhugakylfinga 18 ára og yngri og fylgir svipuðu sniði og fullorðins keppnin, þar sem 12 bestu evrópsku unglinga kylfingarnir keppa á móti bandarískum jafnöldrum sínum. Til að komast í evrópska liðið fyrir PING Junior Solheim Cup þurfa kylf ingar að uppfylla ákveðin skilyrði og taka þátt í keppnum sem gefa stig á stigalista sem notaður er við val á liðinu. Þessi stigalisti byggir á árangri í viðurkenndum mótum á vegum EGA og annarra. Perla Sól keppti í neðan Perla Sól á Junior SolheimCup Ógleymanlegupplifun á Junior SolheimCup Perla Sól er fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í úrvalslið Evrópu, keppni þar sem úrvalslið stúlkna frá Evrópu og Bandaríkjunum mæt ast. Keppnin fór fram dagana 9. til 10. sept. á Army Navy Country í Arlington í Virginíufylki. En leikmenn beggja liða gátu verið á aldr inum 12-18 ára.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==