KYLFINGUR 2024
greindum mótum sem telja til á stiga lista og gekk henni vel í nokkrum mót um sem varð til þess að hún var valin af Gwladys Nocera sem er liðstjóri Evrópuliðsins ásamt Dewi Schreefel. Mótin sem telja inn á stigalista: Portuguese International Ladies’ Amateur Championship Spanish International Ladies’ Amateur Championship French International Lady Juniors German Girls Open ANNIKA Invitational Europe The Women’s Amateur Championship European Girls’/ Ladies’ Team Championship European Ladies’ Amateur Championship Margir þátttakendur í Junior Solheim Cup hafa síðar tekið þátt í Solheim Cup. Af sigurliði Evrópu á Solheim Cup í Gleneagles árið 2019 höfðu 10 af 12 leikmönnum áður keppt í Junior Solheim Cup. Ferðin fór langt fram úr væntingum Við hófum ferðalagið með því að gista á glæsilegu hóteli þar sem ég deildi herbergi með Paris frá Ítalíu. Það var mikil liðsheild og stemning í hópnum, og skipulagið var til fyrirmyndar. Við ferðuðumst allar með sérmerktar ferðatöskur, handtöskur og ferðapoka utan um golfsettin okkar, með nöfnum okkar og Junior Solheim Cup lógóinu. Þetta var allt sent heim til okkar áður en ferðalagið hófst. Við fengum 2 æfingadaga fyrir mótið á glæsilegum velli sem var allt upp á tíu. Keppnin stóð yfir í tvo daga, þar sem fyrri daginn eru spilaðir sex fjór boltaleikir (betri bolti) og sex fjór menningar en á seinni deginum voru einstaklingsleikirnir. Þrátt fyrir að okkar lið tapaði á móti Bandaríkjunum þá skemmdi það ekki upplifunina. Það var dásamlegt að fá að taka þátt og upplifa andann á bak við slíkt mót. Á bak við tjöldin á Solheim Cup Þegar mótið var búið þá tók við Sol heim Cup atvinnumanna sem var algjört ævintýri. Junior liðið fékk að vera nálægt öllum keppendum og sjá húsið sem liðið bjó. Fengum að vera inn á vellinum (inside the road) og Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, Svanhildur Hólm Valsdóttir, sendiherra Íslands í Banda ríkjunum, ásamt manni sínum Loga Bergmann komu að sjálfsögðu til að styðja sína konu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==