KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 27 fylgjast með keppendum. Kynntist fullt af yndislegu fólki sem eru að vinna í Ladies European og stendur þar Eva Lotte uppúr sem vinnur hjá Evrópu mótaröðinni. Einnig fengum við að kynnast Solheim Cup fjölskyldunni sem hefur haldið þessi mót undanfarið ár. Fyrir mótið komu tveir fyrirliðar úr Evrópuliðið óvænt upp í herbergin til okkar úr og gáfu okkur kósý galla frá Evópuliðinu – ógleymanleg stund! Gjafir og upplifun Við fengum einnig ótal gjafir og fylgi hluti sem verða mér minning um þessa reynslu. Meðal þeirra voru regnföt, lúffur, golfpoki, kylfur, sérmerktur pútter, pils, vesti, bolir, handklæði og fleira – allt í hæsta gæðaflokki. Þessir hlutir, ásamt dagskrá sem stóð frá morgni til kvölds, gerðu þessa tíu daga að ótrúlegu ævintýri. Tengsl og framtíðartækifæri Það var magnað að hitta svo marga einstaklinga sem starfa í LPGA og LET, ásamt því að tala við reynslumikla þjálfara eins og þá sem hafa unnið með Anniku Sörenstam. Þessi ferð var einstakt tækifæri til að mynda tengsl, læra af þeim bestu og sjá möguleikana sem golfheiminum fylgja. Ferðin á Junior Solheim Cup var frá bær reynsla sem gaf mér innblástur, ný tengsl og ómetanlega reynslu. Þetta var sannkallað ævintýri sem ég mun alltaf bera með mér, og ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Myndir /seth@golf.is . Fjórbolti (betri bolti) að hefjast á fyrsta teig. Hluti gjafanna sem við fengum til minning ar um mótið. Verið að fagna foursome-jafntefli með Evu Lotta.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==