KYLFINGUR 2024

28 I KYLFINGUR I Hér verður farið yfir stöðu fram­ kvæmda á nýliðnu ári og þeirra sem fyrirhugaðar eru á komandi ári. Grafarholtsvöllur 17. braut. Í júnímánuði sl. tókum við í notkun nýja 17. braut, sem er fullgerð. Brautin tókst mjög vel í alla staði. Það verður að segjast að flötin var ekki alveg tilbúin. Við væntum þess að brautin öll muni dafna enn betur næsta sumar og að flötin nái þeim gæðum, sem stefnt er að. Útsýni frá teigum er stórkostlegt og enn betra nú, þegar framkvæmdum bak við flöt­ ina er að fullu lokið. 4. braut. Fyrri hluti 4. brautar var mótaður upp á nýtt og tyrft yfir. Við opnun vallarins lékum við holuna sem meðallanga par 3 holu en í júnímánuði var nýi hlutinn opnaður. Framkvæmdin tókst mjög vel. Brautin er með nýju vökvunarkerfi sem ásamt vætutíð gerði að verkum að brautin var tiltölu­ lega fljót að jafna sig. Bakteigar á 4. og 18. braut. Samhliða þessum framkvæmdum voru gerðir nýir bakteigar fyrir 4. og 18. braut, sem munu bæta þessar holur til muna frá bakteigum. Þessir nýju teigar eru bak við 17. flötina og í útsýni frá teigunum á 17. brautinni. Þessi hluti vallarins myndar nú nýja og fallega heild. 1. braut. Gerð var ný flöt á 1. braut aftan við núverandi flöt. Sáð var í flöt­ ina í byrjun júlímánaðar og tókst hún mjög vel. Nýr 57 m. teigur á 4. braut. Núna í haust var gerður nýr 57 m teigur á 4. brautinni, sem er staðsettur fyrir aftan núverandi þriðju flötina. Þessari fram­ kvæmd lauk í haust. Við munum þó ekki taka þennan teig (né heldur bakteiginn á 4. braut) fyrr en eftir að ný 3. flöt hefur verið tekin í notkun og þeirri gömlu lokað. Frá þessum nýju teigum er nýtt útsýni yfir 4. brautina. Flestir munu slá eftir brautinni í stað þess að miða á hæðina hægra megin við brautina. Með breytingunni verður slysahætta tengd því að upphafshögg á 4. braut lendi á 9. flöt lágmörkuð. Eftirfarandi verkefni eru fyrirhuguð nú í vetur og á komandi ári: 1. braut. Samkvæmt framansögðu hefur ný 1. flöt verið endurgerð. Áætlun okkar miðast við að við látum flötina standa og ná gróanda næsta sumar. Brautin verður því leikin óbreytt frá því sem verið hefur. Næsta haust munum við taka brautina upp, endur­ móta, slétta og tyrfa yfir, og aðlaga þannig að nýju flötinni, allt samkvæmt fyrirliggjandi hönnun. Ný fullgerð fyrsta braut verði því tekin í notkun vorið 2026. 3. braut. Nú í vetur hefur verið gert nýtt flatarstæði fyrir 3. braut hægra megin við núverandi flöt og með örlítilli lengingu. Jarðvinnu er nánast lokið. Við áætlum að sá í brautina næsta vor og leyfum henni svo að standa og ná gróanda allt næsta sumar. Brautin verður því leikin óbreytt næsta sumar eins og verið hefur. Næsta haust munum við taka upp brautina í nám­ unda við nýju flötina, endurmóta, slétta, tyrfa og aðlaga að nýju flötinni, allt samkvæmt fyrirliggjandi hönnun. Ný fullgerð hola verði því tekin í notkun vorið 2026 líkt og 1. braut. Mögulega mun þessi framkvæmd þó taka aðeins lengri tíma, við erum háð tíðarfari með þennan hluta í áætluninni. 11. braut. Við áætlum að hefjast handa við gerð nýrrar 11. brautar eftir áramót og í vor, allt samkvæmt teikn­ ingum og skýringarmyndbandi, sem hefur verið í kynningu og er aðgengilegt á vefsíðu okkar. Hönnun á þessari holu tekur mið af framtíðarbreytingum á 10. og 12. braut. Gerð nýrrar 11. braut­ ar er fyrsti áfanginn í því. Við stefnum að því að geta opnað nýja 11. braut sumarið 2026. Gerð nýju brautarinnar mun ekki trufla neitt leik á núverandi 11. brautinni þar til nýja holan verður opnuð. Allar framkvæmdir sem hér eru taldar upp eru á grundvelli hönnunar Tom McKenzie, sem hefur verið kynnt félagsmönnum. Einhver kann að spyrja sig hvers vegna þessi verkefni hafa verið valin umfram önnur. Stutta svarið er að okkur hefur verið ráðlagt að ákveða næstu framkvæmdir út frá því vinnusvæði sem unnið hefur verið á, frekar en að vera með framkvæmdir á mörgum mismunandi stöðum á vell­ inum. Með þessu nýtum við umferðar­ leiðir og vinnustíga sem best, getum gengið frá á eftir og fækkum sárum vegna jarðrasks á hverjum tíma eins og kostur er. Þetta tengist einnig lagningu á vökvunarkerfi samhliða framkvæmd­ um. Einnig hefur verið haft að mark­ miði að trufla leik sem minnst. Áætlun sem hér hefur verið gerð grein fyrir miðast við að truflanir á leik verði litlar sem engar á komandi leikári. Korpúlfsstaðir: Malbikun stíga. Stærsta framkvæmdin síðastliðið ár var malbikun göngustíga á vellinum. Síðastliðinn vetur voru malbikaðir allir stígar á Sjónum og hluti á Landinu og Ánni. Núna í vetur verða þeir stígar sem eftir eru kláraðir. Í framhaldi af malbikun þarf að ganga frá í kringum stígana. Öllum frágangi í kringum stígana, sem voru malbikaðir síðasta vetur, er lokið. Áætlun okkar næsta sumar miðast við að þessu stóra verki, þ.m.t. öllum frágangi kringum stíga, verði lokið í júlíbyrjun næsta sumar, fyrir meistaramót. Nýir 46 m teigar á 1., 3., 4. og 8. braut. Á árinu sem nú er að líða voru nýir 46 m teigar gerðir á þessum holum og opnaðir. Við væntum þess að þessir teigar nái ásættanlegum gæðum næsta sumar. Nýir bakteigar á 5. braut og 13. braut. Gerðir voru nýir bakteigar á þessum brautum, í því augnamiði að gera þær meira krefjandi. Ný uppstig: Í framhaldi af malbikun stíga og framkvæmda hafa verið gerð ný uppstig með hellulögnum að nokkr­ um teigum. Lagfæring á 1. brautinni. Svæðið í kringum hólana á miðri braut var end­ urmótað og tyrft yfir. Framundan eru eftirfarandi verkefni á Korpunni: Malbikun stíga samkvæmt framan­ sögðu. Ný æfingapúttflöt. Við höfum byggt upp nýja æfingapúttflöt nærri fyrstu teigum á Sjónum og Landinu. Flötin Framkvæmdir og fjárfestingar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==