KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 29 var tilbúin nú í haust en við ákváðum að bíða með opnun hennar þar til næsta vor. Nýr 57 m teigur á 3. braut. Nú í haust gerðum við nýjan og stærri 57 m teig á 3. brautinni. Sá gamli var úr sér genginn og var án vökvunarkerfis, sem við höfum nú bætt úr. Nýr 57 m teigur á 23. braut. Eins og þið kannski munið hafði 57 m teigur á þessari holu verið færður fram á 52 m teiginn. Við höfum nú gert nýjan 57 m teig á svæði þarna á milli, þannig að brautin verði 340–350 m eftirleiðis frá þeim teig. Jafnframt höfum við stækk að 52 m teiginn frá því sem var. Thorsvöllur. Thorsvöllur er í mikilli framför hjá okkur en betur má ef duga skal. Við áætlum að fara í framkvæmdir við að slétta tvær brautir, 3. og 6. braut, fyrir næsta sumar. Sláttuþjónar (róbótavæðing). Síð astliðið sumar tókum við fyrsta skrefið í notkun sláttuþjóna, með því að láta þá slá brautir og röff á Thorsvelli. Þessi tilraun gekk svo vel að við höfum ákveðið að taka næsta skref næsta sumar, með því að láta sláttuþjóna einnig slá brautir og röff á Landinu auk 1. brautarinnar á Sjónum og 10. og 18. á Ánni. Þessi þróun mun án vafa halda áfram á næstu árum. Sláttuþjónar eru umhverfisvænni, gæði sláttar eru góð og þeim fylgir hagræðing í rekstri. Þessu til viðbótar vitum við að við haldsverkefnum sem bíða okkar og við munum reyna að komast sem lengst með, hvert af öðru, auk þess að halda völlunum í sem bestu standi. Allt krefst þetta þolinmæði og það verður ekki allt gert í einu. Að síðustu er sérstök ástæða til að hrósa vallarstarfsmönnum okkar og verktökum, sem að þessum verkum hafa komið, auk almennrar vallarumhirðu, fyrir mikla og frábæra vinnu. Með golf- og jólakveðju og von um farsælt komandi golfár. Stjórn GR Góðmætimg á Jólabingó 65 ára og eldri Hið árlega jólabingó, fyrir GR-inga 65 ára og eldri, var haldið föstudaginn 13. desember og var mæting með allra mesta móti, fullur salur. Eins og venjan hefur verið eru spilaðar átta umferðir með allskonar útúrdúrum en í síðustu umferðinni er allt spjaldið spilað. Af því loknu fer fram útdráttur og í tilefni jólanna voru útdrættir óvenju margir. Karl Jóhannsson, sem hefur stjórnað þessu eins og herforingi undanfarin ár, er nú sestur í helgan stein en spilar nú með. Það er skemmst frá því að segja að Kalli, eins og við köllum hann, sem hefur afhent verðlaun til annara fram að þessu, nældi sér í þrjá vinninga á sín þrjú spjöld, geri aðrir betur. Bingónefnd GR er skipuð þeim Ásgeiri Ingvasyni, Halldóri B. Kristjánssyni, Páli Bjarnasyni og Sigurjóni Árna Ólafssyni.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==