KYLFINGUR 2024

Háttvirtu fundargestir. Ég segi þennan aðalfund settan; til hans er löglega boðað í samræmi við lög félagsins. Áður en gengið verður til aðalfund­ arstarfa langar mig til að minnast frú Jóhönnu Pétursdóttur sem lést á síð­ astliðnu ári. Frú Jóhanna var ein af frumherjum golfs á Íslandi og mikil áhugamanneskja um íþróttina og málefni klúbbsins um langt árabil. Persónulega á ég margra ánægju­ stunda að minnast með henni hér á vellinum, minnist sérstaklega í því sambandi, að hún var fyrsti golfleikari sem ég lék við í keppni fyrir meira en 20 árum. Ég vil biðja yður að rísa úr sætum í virðingarskyni við hina látnu heiðurs­ konu. Fyrir réttu ári síðan eða 30. jan. 1958 var síðasti aðalfundur GR haldinn í golfskálanum í Öskjuhlíð. Í stjórn félagsins voru þá kosin, Þor­ valdur Ásgeirsson formaður og aðrir í stjórn: Jóhann Eyjólfsson, Ólafur Ágúst Ólafsson, Guðmundur Halldórsson, Guðlaugur Guðjónsson, Pétur Snæ­ land og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Fljótlega eftir aðalfund tók stjórnin til óspilltra mála, því mörg og mikilvæg verkefni biðu úrlausna. Á árinu hefur stjórnin haldið 20 bók­ aða stjórnarfundi, sem er svipað og árið áður, en þá voru stjórnarfundirnir 22 að tölu. Auk þess undirbjó stjórnin að venju hóf fyrir forráðamenn fyrirtækja, sem þátt tóku í firmakeppninni og golf­ leikara sem kepptu fyrir fyrirtækin. Stjórnin tók einnig á móti hópi amer­ ískra atvinnugolfleikara og kem ég að því síðar. Frá keppnum félagsins verður skýrt hér á eftir af fulltrúa kappleikjanefndar. Þátttaka í firmakeppninni var svipuð og á síðasta ári. Reikningar félagsins munu bera með sér hversu mikill hagn- aður af þeirri keppni nam. Fyrir þann velvilja og stuðning, sem við höfum notið um langt árabil frá hendi forráðamanna fyrirtækja þess­ ara vil ég í nafni stjórnarinnar enn bera fram þakkir. Þar sem á auka-aðalfundi GR 12. júní sl. var gerð all rækilega grein fyrir störf­ um stjórnarinnar. Fram að þeim tíma er óþarft að taka þau aftur til með­ ferðar. Skýrsla formanns GR, Ragnheiðar Guðmundsdóttur, flutt á aðalfundi 31. janúar 1959, um störf stjórnarinnar árið 1958 GRAFARHOLTSVÖLLUR VERÐUR AÐ VERULEIKA Arkitekt Grafarholtsvallar, Nils Sköld virðir fyrir sér aðstæður í Grafarholti. Ljósmynd: Golfmyndir/Ljósmyndasafn GR 1958. I KYLFINGUR I 31

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==