KYLFINGUR 2024
Háttvirtu fundargestir. Ég segi þennan aðalfund settan; til hans er löglega boðað í samræmi við lög félagsins. Áður en gengið verður til aðalfund arstarfa langar mig til að minnast frú Jóhönnu Pétursdóttur sem lést á síð astliðnu ári. Frú Jóhanna var ein af frumherjum golfs á Íslandi og mikil áhugamanneskja um íþróttina og málefni klúbbsins um langt árabil. Persónulega á ég margra ánægju stunda að minnast með henni hér á vellinum, minnist sérstaklega í því sambandi, að hún var fyrsti golfleikari sem ég lék við í keppni fyrir meira en 20 árum. Ég vil biðja yður að rísa úr sætum í virðingarskyni við hina látnu heiðurs konu. Fyrir réttu ári síðan eða 30. jan. 1958 var síðasti aðalfundur GR haldinn í golfskálanum í Öskjuhlíð. Í stjórn félagsins voru þá kosin, Þor valdur Ásgeirsson formaður og aðrir í stjórn: Jóhann Eyjólfsson, Ólafur Ágúst Ólafsson, Guðmundur Halldórsson, Guðlaugur Guðjónsson, Pétur Snæ land og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Fljótlega eftir aðalfund tók stjórnin til óspilltra mála, því mörg og mikilvæg verkefni biðu úrlausna. Á árinu hefur stjórnin haldið 20 bók aða stjórnarfundi, sem er svipað og árið áður, en þá voru stjórnarfundirnir 22 að tölu. Auk þess undirbjó stjórnin að venju hóf fyrir forráðamenn fyrirtækja, sem þátt tóku í firmakeppninni og golf leikara sem kepptu fyrir fyrirtækin. Stjórnin tók einnig á móti hópi amer ískra atvinnugolfleikara og kem ég að því síðar. Frá keppnum félagsins verður skýrt hér á eftir af fulltrúa kappleikjanefndar. Þátttaka í firmakeppninni var svipuð og á síðasta ári. Reikningar félagsins munu bera með sér hversu mikill hagn- aður af þeirri keppni nam. Fyrir þann velvilja og stuðning, sem við höfum notið um langt árabil frá hendi forráðamanna fyrirtækja þess ara vil ég í nafni stjórnarinnar enn bera fram þakkir. Þar sem á auka-aðalfundi GR 12. júní sl. var gerð all rækilega grein fyrir störf um stjórnarinnar. Fram að þeim tíma er óþarft að taka þau aftur til með ferðar. Skýrsla formanns GR, Ragnheiðar Guðmundsdóttur, flutt á aðalfundi 31. janúar 1959, um störf stjórnarinnar árið 1958 GRAFARHOLTSVÖLLUR VERÐUR AÐ VERULEIKA Arkitekt Grafarholtsvallar, Nils Sköld virðir fyrir sér aðstæður í Grafarholti. Ljósmynd: Golfmyndir/Ljósmyndasafn GR 1958. I KYLFINGUR I 31
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==