KYLFINGUR 2024
Hins vegar þykir mér hlýða, að rifja upp í stórum dráttum, það sem mestu máli skiptir sem miklu varða fyrir klúbbinn. Á þessu tímabili mótuðust stjórnar störfin mest að samningagerðinni við yfirvöld bæjarins. Eins og fundarmönnun mun vera kunnugt hafði aðalfundur klúbbsins haldinn 25. jan. 1957 kosið þrjá menn til að annast þessa samninga fyrir klúbbinn sem fjölluðu um sölu á fast eign hans og ræktuðu landi. Í nefnd þessa voru kosnir þeir Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Helgi Her mann Eiríksson ogMagnús Víglundsson og skyldu þeir ásamt formanni klúbbs ins Þorvaldi Ásgeirssyni sjá um samn ingana. Áður hafði bæjarráð eins og kunnugt er samþykkt umsókn klúbbs ins um 40 hektara lands undir nýjan golfvöll við Grafarholt. Á aðalfundinum 1958 voru samn ingaviðræðurnar það langt komnar, að bæjarráð hafði skipað tvo menn, þá Tómas Jónsson bæjarlögmann og Jón Bergsteinsson, til að ganga endanlega frá samningunum við tvo fulltrúa frá klúbbnum, þá Þorvald Ásgeirsson og Helga Hermann Eiríksson, sem til nefndir voru í því augnamiði af stjórn klúbbsins. Þegar kom fram á vor, gat samninga nefndin gefið stjórninni skýrslu um til boð bæjarins um kaup á eignum félagsins. Samkvæmt þessu tilboði samþykkja bæjaryfirvöldin að kaupa skálann fyrir kr. 600.000.- og fyrirheit um styrk til golfvallagerðar að upphæð kr. 100.000.- með nánari ákvörðun um útborgun. Stjórn klúbbsins ákvað fyrir sitt leyti að ganga að þessu tilboði og leggja það fyrir auka-aðalfund. Til auka-aðalfundar var svo boðað í samræmi við lög félagsins og hann haldinn fimmtudaginn 12. júní eins og tekið hefur verið fram. Á þessum auka-aðalfundi var gerð rækileg grein fyrir tilboði bæjarins. Það rætt og síðan einróma samþykkt og stjórninni falið að ganga að tilboðinu. Í millitíðinni og áður en auka-aðal fundur þessi var boðaður og haldinn, hafði það hent að formaður klúbbsins Þorvaldur Ásgeirsson, hafði sagt af sér formennsku vegna ágreinings við kappleikjanefnd. Þetta tilkynnti hann stjórninni með bréfi dagsettu 27. maí sl. Stjórnarmenn fóru þess á leit við varaformann klúbbsins, Ragnheiði Guðmundsdóttur, að hún tæki við for mennsku í félaginu enda yrði sú ráð stöfun samþykkt á auka-aðalfundi. Samkvæmt þessu kaus auka-aðal fundur Ragnheiði Guðmundsdóttur einróma formann GR. Áður hafði Sveinn Snorrason góð fúslega orðið við þeim tilmælum stjórnarinnar að taka sæti í stjórn klúbbsins sem varaformaður, svo áfram starfaði fullskipuð stjórn. Á þessum auka-aðalfundi lagði for maður vallarnefndar, Guðlaugur Guðj ónsson, fram skýrslu um áætlaðar framkvæmdir á nýja vellinum sem sýndu, að ef áætlanir stæðust, ætti að vera hægt að taka völlin í notkun 1960. Jafnframt var leitað heimildar fundar ins að hefja framkvæmdir á nýja vell inum samkvæmt teikningu sem Skjold verkfræðingur hafði gert og lá frammi á fundinum.Loks þökkuðu fundarmenn samninganefndinni vel unnin störf, þó sérstaklega þeim Þorvaldi Ásgeirssyni og Helga Hermanni Eiríkssyni, sem þessi samningagerð hafi mætt mjög á. Algjörlega og óvænt tók ég við for mennsku í klúbbnum meira af skyldu rækni við mitt gamla félag en löngun til að hljóta þessa vegtyllu, en það var þó bót í máli, að ég hafði verið fullvissuð um að frá öllum samningum við bæinn væri endanlega gengið, þar væri allt klappað og klárt og nýja landið biði fullbúið til að þar væri lögð hönd á plóg í bókstaflegum skilningi. Stjórnin hafði enda gert samning við Jarðrækt arfélag Reykjavíkur um að brjóta landið og við Skógrækt ríkisins að girða völlinn og girðingarefnið þegar fengið. Seinni hluta júnímánaðar var því hafist handa við að mæla fyrir nýja vellinum á því 40 ha landi sem Reykja víkurbær hafði úthlutað klúbbnum skv. umsókn hans. Það hafði verið álit for ráðamanna klúbbsins að 40 ha myndu nægja undir 18 holu golfvöll. Hvort möguleikar eru á því skal ósagt látið, en svo mikið er víst að sú teikning af velli sem við höfðum samþykkt út heimti 65 hektara lands en ekki 40. Stjórnin fól mér að tala við forráða menn bæjarins og skýra þetta sjónar mið. Fyrst ræddi ég þetta við Gunnlaug Pétursson bæjarritara Hann áleit, að það hlyti að vera á misskilningi byggt, að svona miklu skakkaði á þörf okkar á landi undir golfvöll, frá því sem áður var álitið nægjanlegt, og ef það væri raunverulega rétt, sem ég héldi fram, þá væri að vissu leyti stoðum kippt undan samningunum, sem þegar voru gerðir milli klúbbsins og bæjarins og lagalega séð gæti bærinn rift samn ingunum, eins og bæjarritari orðaði það. Hann sagðist aðeins vilja benda á þennan möguleika, þó kom okkur báð um saman um, að bærinn myndi aldrei fara þá leið. Hins vegar þyrfti að leggja fyrir bæjarráð hvort þeir vildu samþykkja viðbótarúthlutun á landi til GR sem næst 25 ha, ef Reykjavíkurbær á annað borð það land (og það sagðist hann ekki vera fullviss). Þá leitaði ég fyrir mér hvort hann gæti stuðlað að því að umsókn okkar þar af lútandi yrði tekin fyrir á næsta Grafarholt 1958. Grafarholts golfvöllurinn í burðarliðnum, brautir hafa verið mótaðar. Guðlaugur Guðjónsson horfir yfir völlinn. Ljósmynd: Golfmyndir/Ljósmyndasafn GR 1958. 32 I KYLFINGUR I
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==