KYLFINGUR 2024

bæjarráðsfundi. Hann taldi ýmis tor­ merki á því, ma. vegna þess að hver bæjarráðsfundur væri undirbúinn með talsverðum fyrirvara ekki síst sumar­ mánuðina og erfitt væri að bæta við nýjum málefnum. Enda þótt bæjarritari tæki mála­ leitan okkar vinsamlega og vildi fyrir sitt leyti fremur greiða götu okkar en hitt fannst mér þessi málalok samt ekki nógu hagstæð þar sem komið var fram í júlímánuð og Jarðræktarfélag Reykja­ víkur tilbúið að hefja framkvæmdir á landinu en gat það ekki fyrr en við­ bótarúthlutun á landi til okkar hafði farið fram. Ég leitaði því eftir viðtali við bæjar­ stjóra, sem var greiðlega veitt. Í því við­ tali skýrði ég mál okkar eins vel og mér var unnt, lagði sérstaklega áherslu á nauðsyn þessa 25 hektara viðbótar­ landsvæðis, og ef það fengist, að það gæti orðið eins fljótt og unnt væri svo Jarðræktarfélagið gæti hafið fram­ kvæmdir við að ryðja brautirnar og þar með skapað líkur fyrir að þeim fram­ kvæmdum mætti vera lokið fyrir haustið. Bæjarstjóri tók strax mjög vinsam­ lega þessari málaleitan og lofaði að hún yrði tekin fyrir strax á næsta bæjarráðsfundi. Það væri óþarft að senda umsókn bréflega, þessi munn­ legu tilmæli nægðu. Á stjórnarfundi, sem við héldum samdægurs, var þetta lagt fyrir, en meðan á fundinum stóð, hringdi full­ trúi bæjarstjóra heim til mín og sagði að okkur væri leyfilegt að hefja strax framkvæmdir og það áður en við fengj­ um bréflegt svar um meðferð málsins. Þann 16. júlí barst GR bréf frá bæjar­ stjóra. Þar segir að á fundi bæjarráðs daginn áður hafi bæjarráð ákveðið að gefa GR kost á allt að 25 hektara við­ bótarlandi austan Laxalóns. „Jafnframt tekur bæjarráð fram að Reykjavíkurbæ sé óviðkomandi endurkaup á 1 ha í einkaeign innan lands þess er golf­ klúbbnum hefur verið gefinn kostur á.“ Þetta er orðrétt tilvitnun. Þar sem golffélögum almennt kann að vera ókunnugt um tilveru þessa eins hektara, sem vitnað er í bréfi bæjarstjóra, vil ég með örfáum orðum gera grein fyrir honum. Upphaflega þegar bæjarráð gaf GR kost á allt að 40 ha við Grafarholt austan Laxalóns, kom það á daginn að einn hektari þessa lands var í einkaeign. Þar sem þessi eini hektari er nálægt mörkum landsins að vestan, fallega ræktaður og stað­ settur, gáfu bæjaryfirvöldin vilyrði að kaupa hann fyrir klúbbinn ef falur væri á sanngjörnu verði. Út frá þessu var gengið við teikningu vallarins og nýja klúbbhúsinu meira að segja valinn á honum staður. Það kom hinsvegar fljótt í ljós, að eigendur þessa hektara höfðu ákveðið að láta hann ekki af hendi nema gegn mjög háu gjaldi. Bærinn stóð þó enn í samningum við eigendurna og hafði ekkert komið fram enn sem komið var sem benti til bærinn myndi ekki upp­ fylla þetta hálfgildingsloforð. Nú voru hinsvegar samkvæmt bréfi bæjarstjóra tekin af öll tvímæli í þessu efni. Héðan í frá voru kaup þessa hektara af bæj­ arins hálfu úr sögunni. Þar sem bæjarlögmaður, hafði séð um samningatilraunir á þessum hekt­ ara af bæjarins hálfu, var eðlilegast að tala við hann og grennslast eftir verð­ tilboði eigendanna með það ef til vill fyrir augum að ganga inn í samningana. Í viðtali, sem ég átti við bæjarlögmann, ræddum verðið á hektaranum. Þá kom það á daginn að eigendur óskuðu eftir að fá kr. 200.000 fyrir blettinn, en komið gæti til mála sem algert lágmark að láta hann falann fyrir 150.000. Bæjarlögmaður hvatti okkur ein­ dregið að sleppa þessum hektara ef þess væri nokkur kostur að breyta skipulagi vallarins í samræmi við það. Þetta var rætt á næsta stjórnarfundi. Þar var það einróma álit stjórnarinnar að klúbburinn hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að ganga að þessu verði. Það yrði heldur að freista þess að breyta skipulagi vallarins í samræmi við þessar breyttu aðstæður. Það kom á daginn, að breytingarnar á skipulagi vallarins urðu tiltölulega smávægilegar og staðsetning golfskál­ ans engu síðri en áður, hinsvegar varð nokkur tilfærsla á landamörkum ma. Að við skiptum á mýrlendi á vestur­ mörkum landsins næst Laxalóni, en fengum í staðinn hluta af brekku á norðurmörkum landsins. Jarðræktarfélagið gat nú hafið fram­ kvæmdir á landinu og hófst félagið strax handa við landbrotið með tveim­ ur stórvirkum ýtum. Þessa fram­ kvæmdir fóru fram undir umsjón for­ manns vallarnefndar, Guðlaugs Guðjónssonar. Hann gaf ýtustjórum þann vitnisburð, að þeir hefðu fram­ kvæmt verkið af kunnáttu og sam­ viskusemi, og luku þeir við að ryðja síðustu brautina nú í haust. Þegar farið var að ryðja brautirnar fannst okkur tími til kominn að leita aðstoðar innlendra jarðvegsfræðinga við undirbúning við ræktun landsins. Að vísu höfðu verið gerðar einhverjar rannsóknir á vegum firmans sem teikn­ aði völlinn, en þar sem framkvæmdar eru hér á landi skipulagðar jarðvegs­ rannsóknir á vegum Atvinnudeildar Háskólans og jarðvegskortagerð hafin, byggð á þessum rannsóknum, þótti okkur eðlilegast að snúa okkur til dr. Björns Jóhannessonar (míns gamla I KYLFINGUR I 33 Grafarholtið. Mælt út fyrir klúbbhúsinu. Frá vinstri: Jón Thorlacius, Gísli Halldórs­ son, Guðmundur Halldórsson. Golfmyndir/Úr safni Guðlaugs Guðjónssonar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==