KYLFINGUR 2024

bekkjarbróður), sem stjórnar þessari starfsemi fyrir Atvinnudeildina. Hann varð góðfúslega við tilmælum okkar um aðstoð. Honum var sýnt landið og gerði hann eða lét gera rannsóknir á jarðvegi landsins. Á grundvelli þeirra rannsókna samdi hann ýtarlega skýrslu og sendi á stjórn GR. Í þeirri skýrslu gefur hann ma. ráð­ leggingar viðvíkjandi tegund og magni grasfræs sem þurfti á brautirnar og flatirnar, sömuleiðis tegund og magn áburðar, sem æskilegt sé að notað verði. Ég vil geta þess hér að þessa aðstoð lét dr. Björn klúbbnum í té end­ urgjaldslaust og færði ég honum innilegar þakkir stjórnar og félaga klúbbsins fyrir velvild hans í okkar garð. Hann tjáði mér að hann væri fús að veita klúbbnum frekari aðstoð ef eftir henni yrði leitað. Í samræmi við skýrslu dr. Björns hafa nú verið gerðar pantanir á grasfræi hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og á lífræn­ um og ólífrænum áburði hjá Áburðar­ verksmiðju Ríkisins og heilbrigðisstjórn bæjarins, sem selur áburðinn frá sorp­ eyðingarstöðinni. Þar sem þetta er fremur kronologist skýrsla um störf stjórnarinnar, þ.e. störfin tekin í tímaröð en ekki eftir efnisniðurröðun, er þar til að taka, en nú leið að golfþinginu á Akureyri og Íslandsmeistaramótinu þar. GR átti að venju fulltrúa á þinginu og í samræmi við tölu félagsmanna. Til tíðinda af golfþinginu má telja, að GR endur­ heimti Kylfing – sitt gamla málgagn – frá golfsambandinu og hyggst freista þess að gefa hann út framvegis. Það væri æskilegt ef fundarmenn létu í ljós skoðun sína á útgáfufyrirkomulagi blaðsins í framtíðinni. Um frammistöðu félaga okkar á Ís­ landsmótinu er það að segja – ég held að ég sleppi alveg þeim þætti. Sú frásögn, sem ég vildi flytja, er sem sé að finna í annál Akureyringanna. Í júlílok kom hingað hópur amerískra atvinnugolfleikara og áhugamanna um golf, bæði konum og karlar. Þau sýndu hér golfleik við mikla hrifningu við­ staddra, sem hefðu mátt vera miklu fleiri. Þeir sýndu okkur hvernig er hægt og á að leika golf. Ég býst við að mörg­ um hafi hrosið hugur við eigin frammi­ stöðu samanborið við frammistöðu þeirra. Þessi hópur kom hingað á vegum félagsskapar sem heitir „Ameri­ can Women‘s voluntary services“, en milligöngu um komu hans hingað til lands hafði Harold Gillespie major í ameríska flughernum í Keflavík. Gillis­ pie major er líka atvinnuleikari í golfi og hafði hann kennslu í golfi með höndum í sumar á vegum GR. Þorvald­ ur Ásgeirsson hafði í sinni stjórnartíð komist að ágætum samningi við Gills­ pie þannig, að hann fékk greiðslu fyrir kennsluna af gjaldi varnarliðsmanna fyrir afnot af vellinum, en klúbburinn seldi aftur félagsmönnum kennslu­ stundirnar fyrir 80 kr. á klst. Af þessu hefði átt að verða ágæt fjárhagsleg útkoma fyrir klúbbinn ef félagarnir hefðu greitt fyrir kennsluna. En því miður er nánast allt kennslugjaldið ennþá útistandandi, en auðvitað er ekki ástæða til að örvænta um þetta fé, þegar félögum er bent á þessar lélegu heimtur. Seinni hluta ágústmánaðar þegar Skógrækt ríkisins var að hefja byrjunar­ framkvæmdir við að girða landið og koma fyrir girðingastaurum kom í ljós að vegna erfiðra staðhátta yrði ill­ mögulegt sumsstaðar að halda sér við mörk þeirra 65 hektara sem við höfð­ um þegar fengið úthlutað. Ef takast ætti að koma girðingastaurunum niður og girðingin að haldast uppistandandi ef nokkuð yrði að veðri. Það var þá tvennt til, annarsvegar að leita enn á náðir bæjaryfirvalda og biðja um enn meira land eða fá að girða nokkuð af bæjarlandinu og var sá kostur auðvitað sýnu verri. Þar sem bæjarstjóri hafði reynst okkur slík hjálparhella fyrr um sumarið, fannst stjórninni eðlilegt, að leita enn á hans fund. Það kom í minn hlut að fara og flytja þetta mál við Gunnar Thor­ oddsen. Ég skýrði aðstöðu okkar og tjáði honum að enn væri ég komin til að leita eftir að fá dálitla skák af bæjar­ landinu í viðbót við það sem áður var úthlutað. Bæjarstjórinn tók málaleitan okkar mjög vel sem fyrr og lofaði að leggja þetta fyrir bæjarráð. Þann 26. ágúst tók bæjarráð málaleitan okkar til meðferðar og daginn eftir sendi bæjar­ stjóri klúbbnum bréf, þar sem okkur var skýrt frá að mörkum lands GR sé þannig breytt að landið verði alls 69,5 hektarar. Með þessum er landakröfum klúbbs­ ins vonandi fullnægt umófyrirsjáanlega framtíð. Áður en Þorvaldur lét af formennsku í vor hafði hann farið þess á leit við Gísla Halldórsson arkitekt og bæjar­ fulltrúa, að hann teiknaði félagsheimilið á nýja golfvellinum, en Gísli er eins og kunnugt er bæði félagi í klúbbnum og vanur teikningu íþróttamannvirkja, þó golfklúbbhús hafi að vísu nokkra sér­ stöðu. Gísli hóf því nú í haust undirbúning að teiknun hússins. Honum miðaði vel Grafarholt. Gísli Halldórsson arkitekt teiknaði golfskálann í Grafarholti. Golfmyndir/Úr safni Guðlaugs Guðjónssonar. 34 I KYLFINGUR I

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==