KYLFINGUR 2024

áfram og 25. nóvember var hægt að leggja fyrstu drög að teikningu hússins fram á stjórnarfundi, sem haldinn var þann dag. Okkur kom saman um, að ýmislegt mætti betur fara, enda eðlilegt þar sem þetta var aðeins hug­ mynd gerð okkur til glöggvunar. Síðan hafa komið fram aðrar teikn­ ingar, en sú teikning, sem hér liggur frammi á fundinum félagsmönnum til sýnis, hefur verið samþykkt einróma af stjórninni og um fjárfestingarleyfi hef­ ur verið sótt skv. henni. Það er álit okkar að hús byggt eftir þessari teikningu verði mjög hentugt og geti fullnægt þörfum okkar í náinni framtíð, nema að GR taki einhvern óvæntan fjörkipp og félögum fjölgi mikið, en með því er líka reiknað og gert ráð fyrir möguleikum á stækkun hússins. Húsið er nýtískulegt í útliti og all sérkennilegt en arkitektinn hefur að sjálfsögðu haft óbundnar hendur inn­ an vissra marka og getað sett sinn per­ sónulega svip á útlit hússins. Um rekstur golfskálans er það að segja að þau systkin Steingrímur Karls­ son og Ingibjörg, húsbændur í Skíða­ skálanum, sem rekið hafa veitinga­ starfsemi í skálanum undanfarið sögðu upp samningum frá og með miðju sumri. Eins og kunnugt er hefur þjón­ usta þeirra við okkur verið með miklum ágætum eins og vænta mátti. Okkur var því mikil eftirsjá af þeim en þau sýndu okkur þann velvilja að benda okkur á stúlku, sem var vistráðin hjá þeim og hafði gegnt starfi í skálanum. Stúlkan gaf kost að starfa áfram á okkar vegum og hefur hún leyst starf sitt af hendi eins og með sanngirni var hægt að krefjast af ungri og óreyndri stúlku. Ennfremur hafa þau systkin lánað okk­ ur borðbúnað og borðdúka sem við erum þeim þakklát fyrir. Samkvæmt samningi GR við Reykja­ víkurbæ tók bærinn við hluta af húsinu til eigin afnota 1. október sl. Það er nánar tiltekið, salurinn, kvennaskálinn fyrrverandi og hluti kjallarans. Hús­ næði þessu var ráðstafað á vegum æskulýðsstarfsemi bæjarins, sem séra Bragi Friðriksson hefur umsjón með og hefur verið rekin ýmis föndrunarstarf­ semi í haust. Það varð að ráði, að golfklúbburinn lánaði húsbúnað sinn gegn því að bærinn sæi um greiðslu á ljósi, hita, afnot af síma o.þ.h. Ennfremur að til mála komi, að forráðamenn þessarar æskulýðsstarfsemi kaupi húsgögnin af okkur, ef henta þyki og viðunanlegt verð fæst fyrir þau. Um mögulegar breytingar á okkar gamla 9 holu velli ætla ég ekki að ræða, þar sem allt er á huldu um það. Annars má segja að völlurinn hafi verið í leikhæfu ástandi um nokkurt skeið, þar sem hann hefur öðrum þræði verið barnaleikvöllur með öllum þeim óþægindum fyrir okkur og ekki síður hættu fyrir börnin, sem það tvíbýli hefur haft í för með sér. Ýmislegt jarð­ rask, sem óþarfi er að lýsa, hefur auk þess skemmt ákveðnar brautir, svo af þessum sökum er okkur ekki eins sárt um þó til kæmi að við þyrftum að af­ sala okkur einhverju svæði af núver­ andi velli, ef það yrði til hægðarauka fyrir bæjarfélagið og við bíðum ekki fjárhagslegt tjón af því. Um fjármálin mun ég verða stuttorð. Þar tala reikningarnir, sem lesnir verða hér á eftir, skýrustu máli. Þó þykir mér ástæða til að geta þess, þar sem það kemur ekki fram á reikningunum, að milli 20–30 þús. krónur eru enn þá óinnheimtar af félagsgjöldum síðasta árs. Þetta er mjög ískyggileg þróun, enda valdið stjórninni miklu áhyggjum. Með síðasta stjórnarfundi 26. janúar lauk raunverulega stjórnarstörfunum, þó væri eitt það mál, sem við höfum mikið rætt, en ekki væri tímabært að fara að vinna að úrlausn þess fyrr en teikning golfskálans lá endanlega fyrir og öðrum málum klúbbsins einnig séð sómasamlega farborða. Það mál sem ég á við er upphitunarmál nýja klúbb­ hússins. Við höfum verið hér í okkar klúbbhúsi um 20 ára skeið og í rúm 16 ár höfum haft dásemdir hitaveitu­ vatnsins, má segja við bæjarvegginn hjá okkur, án þess að fá nokkru notið þá dásemda. Okkur hefur þó alltaf þótt miklu skipta, þegar þessi mál hefur borið á góma, að við yrðum að leggja okkur fram og reyna að freista þess ef nokkur kostur væri að fá leyfi til að nota vatn frá Hitaveitu Reykjavíkur til upphitunar nýja hússins. Ég hafði fyrir nokkru lagt drög að því að fá enn einu sinni viðtal við bæjarstjóra út af málefnum klúbbsins. Það gekk mjög greiðlega og fékk ég viðtalið veitt í fyrradag 28. þessa mánaðar. Ég hafði teikningar af nýja húsinu með mér, skýrði þær fyrir bæjarstjóra og sagði honum, að meiningin væri, ef fjárfest­ ingaleyfi fengist, að hefja ef mögulegt væri byrjunarframkvæmdir á byggingu Ljósmynd tekin í júlí 1958 á Öskjuhlíðarvellinum þar sem nokkrir bandarískir kylfingar komu hér til að vera við opnun æfingahúss fyrir kylfinga á Keflavíkurflugvelli. Hópurinn kom einnig til Akureyrar, og Hveragerðis. Konan á myndinni er Kay Farrell, þekkt golfkona í heimalandi sínu. Ljósmynd: Golfmyndir/Ljósmyndasafn GR 1958. I KYLFINGUR I 35

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==