KYLFINGUR 2024
hússins á þessu nýbyrjaða ári. Ég skýrði ennfremur fyrir honum, eins vel og mér var unnt, hvað við teldum það miklu varða ef hægt væri að fá afnot af hitaveituvatninu í húsið. Ég sagði hon um að best þætti okkur, ef við gætum hitað upp húsið allt árið með hitaveitu vatni, en þar sem bæði væri að okkar íþróttastarfsemi hagaði þannig til að hún væri mest og aðallega sumar mánuðina, gagnstætt ýmissi annarri íþróttastarfsemi, og eins að Hitaveita Reykjavíkur væri helst aflögufær með vatn sumarmánuðina, hefði jafnvel afgangs vatn þá mánuði sem hún vildi að kæmi að notum, ef hægt væri. Þá væri okkur, að þessu athuguðu, líka mikill greiði gerður, ef við mættum fá hitaveituvatnið einungis sumarmánuð ina til afnota. Bæjarstjóri tók þessu máli með miklum skilningi og velvilja. Meðan á viðtalinu stóð, bað hann full trúa sinn, að skrifa hitaveitustjóra bréf frá sér, þar sem bæjarstjóri felur hita veitustjóra að athuga möguleika á því að GR sé veitt afnot af vatni hita veitunnar, í fyrsta lagi allt árið og í öðru lagi, ef það sé ekki hægt, þá yfir sumar mánuðina. Ég baðst heimildar bæjar stjóra að skýra aðalfundi frá þessu. Hann veitti þá heimild fúslega en brosti við um leið og hann sagði, að við mættum að vísu ekki taka þetta sem loforð um hitaveitu klúbbnum til handa. Áður en ég kvaddi bæjarstjóra sagðist ég vilja færa honum alveg sérstakar þakkir GR fyrir einstakan skilning hans og velvilja og fyrirgreiðslu alla klúbbn um til handa bæði fyrr og síðar. Ég sagð ist vita að ég mælti ekki aðeins frá eigin brjósti heldur fyrir munn allra golffélaganna, þegar ég fullvissaði hann um, að þetta yrði munað og metið. Hvernig sem endalok þessa máls verða má segja að það hafi farið vel af stað. Að lokinni þessari skýrslu um störf stjórnarinnar, sem ég vona að hafi orðið ykkur til nokkurs fróðleiks um málefni klúbbsins, og um leið að ég hverf úr stjórninni vil ég nota tækifærið og óska GR, sem ég hef átt samleið með í meira en 20 ár, alls hins besta í framtíðinni. Ragnheiður Guðmundsdóttir. Magnús Guðmundsson og Hafsteinn Þorgeirsson við vinnu á 9. braut í Grafarholti. Golfmyndir/Úr safni Jóhanns Eyjólfssonar. Sjálfboðavinna í Grafarholti. Uppbygging Grafarholtsvallar var ærið verkefni og mörg handtökin voru unnin í sjálfboðavinnu. Á myndinni sést hópur gamlakunnra GR-inga með verkfæri í hönd. Frá vinstri: Guðmundur Halldórsson ásamt syni sínum Jóhanni Óla, Jóhann Eyjólfsson ásamt sonum sínum Eyjólfi og Markúsi, Sigurjón Hallbjörnsson, óþekktur starfmaður, Jón Thorlacius og Árni sonur hans og Gunnar Þorleifsson. Ljósmynd: Golfmyndir/Ljósmyndasafn GR 1960. 36 I KYLFINGUR I
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==