KYLFINGUR 2024

Þórunn Elfa Bjarkadóttir: ÞANNIG VAR NÚ ÞAÐ! Hvenær varðstu félagi í GR? Ég varð félagi í GR árið 2013 og hef verið hluti af þessu frábæra golfsam­ félagi síðan. Af hverju varð golf fyrir valinu? Ég verð að viðurkenna að golf varð fyrir valinu því ég var einfaldlega að elta eiginmanninn sem byrjaði að fikta við golfið rúmum áratug á undan mér. En það reyndist frábær ákvörðun því ég féll fljótt fyrir sportinu og má eigin­ lega segja að golfið hafi heltekið mig frá því að ég hitti fyrsta höggið sem fór á flug. Ég var alltaf í frjálsum íþróttum sem krakki og er í grunninn mikil keppnismanneskja, þannig að mér fannst frábært að finna keppnisskapinu farveg í sporti sem ég get stundað í dag og fram á eldri árin ef guð lofar. Golf tikkar líka í svo mörg box fyrir mig; friðsældin í því að vera úti í náttúrunni, andlegu áskorunina við að einbeita sér að hverju höggi, og líkamlegu hreyf­ inguna sem gefur mér orku. Það er eitthvað við þessa blöndu sem er alveg ómetanlegt. Svo er það alltaf þetta eina pútt sem heldur fyrir manni vöku á nóttunni. Hver er forgjöfin í dag? Forgjöfin í dag stendur í 13,6 og hefur verið nokkuð stöðug á milli 12-14 síðustu misseri. Korpan eða Grafarholt? Það er mér lífsins ómögulegt að gera upp á milli þessara tveggja glæsilegu golfvalla og finnst mér algjör forréttindi að vera í klúbb þar sem ég get valið á milli tveggja golfvalla. Drauma leggur­ inn, sem sameinar allar mínar uppá­ halds GR holur, væri fyrri níu í Grafar­ holtinu og Áin á Korpunni. Það myndi án efa vera minn draumavöllur. Hvernig hefur þér gengið, einhverjir eftirminnilegir sigrar? Eins og hjá öllum hefur spilamennskan verið upp og niður og stundum getur golfið gert mig brjálaða. En mér hefur heilt yfir gengið vel frá því ég byrjaði og forgjöfin fór fremur hratt niður. Ég hef verið svo heppin að vinna nokkur golfmót á ferlinum og það er í sjálfu sér ekkert eitt golfmót sem stendur upp úr, mér finnst alltaf jafn gaman að vinna. Í sjálfu sér er það sigur ef maður spilar hring þar sem maður nær persónulegum árangri, stundum dugar það til sig­ urs og stundum ekki. T.d. spilaði ég á 80 höggum á móti í Öndverðarnesi í sum­ ar og var með 43 punkta, en endaði samt í 4.sæti í punktakeppninni. Eftirminnileg atvik eða skemmtilegar sögur? Við hjónin spilum mikið golf í Flórída á velli sem heitir Providence. Einn morgun­ inn mættum við spennt á fyrsta teig, hlökkuðum til að spila bara tvö saman og ræða málin í friði og ró. Þá kemur ræsirinn og tilkynnir okkur að með okkur muni spila maður að nafni „Chuck“ sem væri einn á ferð. Bara það að fá ekki að spila ein pirraði okkur strax og ekki lagaðist það þegar okkur var litið á kauða, meðspilarann. Hann brosti breitt til okkar, en fékk á móti fálátar undirtektir. Hann leit út eins og umrenningur, með sítt yfirvara­ skegg, sítt luralegt hár, krumpaður og illa til hafður, í ósamstæðum og skít­ ugum golffötum og með rauða derhúfu með mynd af Mikka mús. Hvílíka ólukkan að setja svona mann í hollið með okkur. Það var lítið spjallað fyrstu tvær holurnar, hann hrósaði höggunum okkar hressilega og okkur að óvörum paraði fyrstu tvær, með stæl. Það hlyti nú bara að vera byrjendaheppni álykt­ uðum við. Til að gera langa sögu stutta, þá reyndist Chuck þessi vera einhver mesti snillingur sem við höfum leikið með. Þegar við brutum niður múra fordóma og fórum að ræða við mann­ inn kom í ljós að hann var hinn mesti heimspekingur og á hverri holu láku frá honum hin ýmsu gullkorn, um póli­ tík, heimsfrið og tilgang lífsins. Hann reyndist vera fyrirtækjaeigandi í Kali­ forníu, sér um að byggja sundlaugar fyrir ríka fólkið í LA og nágrenni með c.a. 100 manns í vinnu. Hann endaði hringinn með því að biðja Guð að blessa mig fyrir að vera kennari. „Kennarar eiga skilið blessun Guðs,“ sagði Chuck um leið og hann borgaði fyrir okkur hádegismatinn og brosti breitt, gaf sér að hér væru á ferðinni félitlir íslendingar, sem tímdu ekki ann­ að en að vera saman á golfbíl. Hann skyldi líka eftir meira þjórfé fyrir þennan eina hádegisverð en maturinn kostaði. Chuck lék hringinn á parinu sem var heldur betra skor en meðspilarar hans gátu státað sig af. Þegar við hjónin settumst upp í bíl var okkur ofarlega í huga lagið Minning um mann með hljómsveitinni Logum frá Vestmannaeyjum þar sem Ólafur Bachman syngur svo eftirminnilega I KYLFINGUR I 39

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==