KYLFINGUR 2024

40 I KYLFINGUR I meðfylgjandi textabrot „Munið þið að dæma ei eftir útlitinu menn.“ Hefurðu farið holu í höggi? Já ég fór holu í höggi á 13. brautinni á Ánni í maí 2020. Það var ólýsanleg til­ finning. Sérstaklega þar sem hringurinn hafði ekki verið upp á marga fiska og þarna vorum við, ég og vinkona mín Erna Björk, komnar á seinni níu og skapið hjá undirritaðri ekkert sérstak­ lega gott. Pinninn var hægra megin á gríninu og í felum bakvið nokkur tré sem nú er búið að grysja. Við sáum því boltann aldrei fara ofan í þar sem pinn­ inn var í felum og ég taldi í ljósi spila­ mennskunnar að boltinn væri augljós­ lega týndur út í skógi og ekki batnaði skapið við það. Það var því einstaklega skemmtilegt þegar við fundum boltann í holunni og á svipstundu gleymdist hversu lélegt skorið hafði verið. Hver er sá besti sem þú hefur spilað með? Ég held að ég verði að tilnefna marg­ faldan Íslandsmeistara kvenna í golfi, Ragnhildi Sigurðardóttur, en ég var með henni í holli á Hjóna- og paramóti GR þann 17. júní síðastliðið sumar. En ég hef spilað með mjög mörgum góð­ um kylfingum í gegnum tíðina. Besti golfvöllur sem þú hefur leikið? Þetta er erfið spurning. Ég hef spilað marga frábæra golfvelli og á erfitt með að segja að einhver einn standi upp úr. Í raun hefur hver völlur sinn einstaka karakter, og besti völlurinn er kannski einfaldlega sá sem veitir okkur mesta ánægju á hverri stundu. Ég veit þó ekkert betra en að dvelja á fallegu sveitahóteli í bresku sveitinni og fer þangað á hverju ári. Ég hef spilað marga frábæra velli þar, eins og Brabazon, Carden Park, Hanbury Manor og svo finnst mér vellirnir á East Sussex frábærir golfvellir. Þá ber ég sérstakar tilfinningar til Providence golfclub sem ég kalla „heimavöllinn“ minn í Flórída, einfaldlega vegna þess að ég hef spilað hann oft og á margar frábærar minningar þaðan. Hér heima á Íslandi, fyrir utan mína uppáhalds GR velli eru vellir eins og Kiðjaberg og Vestmannaeyjavöllur sannarlega stór­ brotnir með einstaka náttúrufegurð og áskoranir. Eitthvað hjá GR sem betur mætti fara? Ég er heilt yfir mjög jákvæður með­ limur GR og læt almennt hluti ekki trufla mig. Kannski helst það að iðk­ endur mættu á köflum ganga betur um völlinn sinn og stundum finnst mér leikhraði ekki alveg nógu góður og það mættu margir hafa það í huga. En ég er meira fyrir það að hrósa fyrir það sem vel er gert heldur en að festast í neikvæðni. Eitthvað að lokum? Bara takk fyrir mig – ég hvet þá sem eru að spá í að prófa golf að láta slag standa. Það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið enda má nánast segja að ég færi lögheimilið mitt á golfvellina á sumrin. Ég hef kynnst frábæru fólki og góðum vinum í gegnum GR og er óendanlega þakklát fyrir það. Lokahóf allra iðkenda í barna- og unglingastarfi GR og verðlaunaafhending til þeirra sem tóku þátt í Icelandair Cargo mótaröðinni í sumar var haldið í lok september. Lokahófið fór fram á efri hæð Korpu og mættu fjölmargir iðkendur til að gleðjast saman eftir skemmtilegt sumar. Ísak Hrafn Jónasson kom, sá og sigraði í ár og stóð uppi sem sigurvegari Icelandair Cargo mótaraðarinnar árið 2024. Við óskum Ísak innilega til hamingju með flottan árangur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==