KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 43 Þá má segja að þú sért hirðljós myndari GR, hvernig kom það til? Golfverslun Nevada Bob stóð fyrir kvennagolfmóti í Grafarholti og Hans Henttinen, eigandi verslunarinnar, hafði samband við mig og fékk mig til að mynda keppendur við leik. Ég hafði þá ekki tekið myndir í mörg ár, en á blaðamennskuárum mínum á síðustu öld, tók ég stundum íþróttamyndir í Moggann, meðal annars af golfi. Þess ar myndir mæltust vel fyrir og þóttu nokkur nýjung og urðu örugglega til þess að Margeir Vilhjálmsson, golf kennari og golfvallasérfræðingur, sem þá var framkvæmdastjóri GR, fékk mig til að taka myndir af Meistaramótinu sama sumar. Hvernig var þér tekið? Yfirleitt vel, ef til vill hjálpaði það til að ég þekkti vel til í klúbbnum og hafði spilað í ófáum meistaramótum í 1. og 2. flokki. En ég neita því ekki að það gátu komið erfiðar stundir fyrstu árin. Ljósmyndarar eru algengir í dag, en þá tíðkaðist ekki myndatökur út á golfvelli hjá venjulegum kylfingum, nema hjá meistaraflokki. Sumum fannst þetta truflandi og ég get alveg sett mig í þeirra spor. Með árunum hefur þetta breyst. Yfirleitt finnst mér að kylfingar séu ánægðir að sjá mig úti á velli með myndavélina og tilfinningin er gagn kvæm. Það er gaman að sjá öll þessi andlit og tilheyra þessari stóru fjöl skyldu og þessari stemningu. Svo þurfti að koma öllum þessum myndum á netið? Já, þessi fyrstu ár sem ég myndaði fyrir GR voru óneitanlega lærdómsrík ár fyrir mig og það hefur mjög margt breyst síðan þá. Stafræn tækni í myndavélum var að ryðja sér til rúms og ég þekkti lítið til slíkrar myndvinnslu til að byrja með. Önnur áskorun var að finna eitthvað kerfi til að hægt væri að sýna ljósmyndir á netinu. Þetta var hálfgerður frumskógur af myndakerf Stjórn Golfklúbbs Íslands 1935. Fremri röð frá vinstri: Eyjólfur Jóhannsson meðstj., Gottfred Bernhöft gjaldkeri. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur J. Hlíðdal meðstj., Helgi H. Eiríksson meðstj., Walter Arneson golfkennari, Gunnlaugur Einarsson formaður, og Gunnar Guðjónsson ritari. Á myndina vantar Valtý Albertsson, meðstj. Kylfingur náði tali af Frosta B. Eiðssyni höfund lénsins golfmyndir.is sem er myndasafn GR og eru myndirnar, þær elstu, frá 1935 og til dagsins í dag. Allar myndirnar sem fylgja greininni má finna á golfmyndir.is GOLFMYNDIR. IS Á vígsludegi Austurhlíðavallar. Hópur félagsmanna stillti sér upp fyrir myndatöku þann 12. maí 1935 en þá var golfvöllurinn í Austurhlíð í Laugardal tekinn í notkun. Klúbbhúsið var gamall sumarbústaður. Ljósmynd: Úr safni GSÍ.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==