KYLFINGUR 2024
44 I KYLFINGUR I Austurhlíðarvöllur í Laugardalnum. Golfkennarinn Walter Arneson stillir sér upp fyrir ljósmyndarann. Klúbbhúsið og hús við Laugarás í baksýn. Á 2. teig Vel klædd frú býr sig undir að slá af 2. teig á Austurhlíðarvelli, þar sem bílastæði sundlaugarinnar í Laugardal er nú. Þeir sem fylgjast með eru Walter Arneson golf kennari, Gottfred Bernhöft kaupmaður., Gunnar Guðjónsson skipamiðlari og stjórnarmaður í klúbbnum og Helgi Her mann Eiríksson verkfræðingur og varafor maður klúbbsins. Gömlu sundlaugarnar sjást lengst til vinstri á myndinni, en þær nýju risu nokkrummetrum frá íbúðarhúsinu vð Sundlaugaveg sem sést hægra megin á myndinni. Það hús var jafnan kallað Víði vellir og var í eigu Carl Olsen, stórkaup manns sem fékk Austurhlíðarlandið í erfða festu og kom upp svínabúi á jörðinni. Húsið var rifið á áttunda áratug síðustu aldar. Nýlega komu fram þrjár ljósmyndir, sem sennilega hafa ekki komið fyrir augu félagsmanna í Golfklúbbi Reykja víkur áður. Um er að ræða myndir sem teknar voru á Austurhlíðarvelli í Laugardal, fyrsta golfvelli landsins, en það var sex holu völlur sem þjónaði félagsmönnum klúbbsins í rúm tvö ár, frá 12. maí 1935 til 1. júní 1937, þegar leigusamningur klúbbsins rann út. Myndirnar þrjár, sem sjást hér á síðunni voru á þrem ur filmubútum sem fundust í geymslum klúbbsins á Korpúlfsstöðum og umsjónarmaður ljósmyndavefsins naut liðsinnis frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur við að koma myndunum á stafrænt form. Myndirnar þrjár eru í góðum gæðum og því upplagt fyrir áhugasama að smella á hverja mynd fyrir sig og skoða þær í fullri stærð. Áttatíu ára gamlar myndir úr Laugardalnum Púttað Austurhlíðarvelli. Gottfred Bernhöft, kaupmaður og stjórnarmaður í Golfklúbbi Íslands púttar á lokaholunni á Austurhlíðarvelli. Ekki er ólíklegt að um púttæfingu sé að ræða, en maðurinn sem snýr að myndavélinni er Walter Arneson, fyrsti golfkennari klúbbsins. Húsið sem er í sjónlínu við kylfingana er klúbbhúsið, gamall sumarbústaður í eigu Carl Olsen. Byggingarnar vinstra megin eru svínabú Olsen og að öllum líkindum hestshús, en sjá má hesta á beit á túninu fyrir framan húsin. Lækurinn í forgrunni er Laugalækur og vegurinn hægra megin við klúbbhúsið er Reykjavegur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==