KYLFINGUR 2024
46 I KYLFINGUR I kerfi sem ég notaði til að byrja með, lögðu upp laupana eitt af öðru og önnur komu í staðinn. Árið 2010 keypti ég áskrift af smugmug -myndakerfinu og sem betur fer hefur það haldið velli, en það er það kerfi sem notað er í dag. Bókaskrif? Árið 2009 gaf ég út bókina Augnablik á afmælisári, sem er, að ég held eina bókin sem til þessa dags hefur verið rituð um sögu golfklúbbsins. Garðar Eyland, tók við sem framkvæmdastjóri árið 2006 og hafði skilning á mikilvægi þess að halda við sögunni og eiga myndir af stærri viðburðum. Þetta ár, þegar klúbburinn var 75 ára, myndaði ég óvenju marga viðburði fyrir klúbbinn, þar á meðal mjög eftir minnilegt Íslandsmót sem haldið var í Grafarholti. Bókin var einungis prentuð í 100 eintökum og útsöluverð hverrar bókar var því nokkuð hátt. Bókin var einskonar fréttaannáll með ljósmynd um og ég er mjög þakklátur þeim sem styrktu þetta framtak með því að kaupa eintak af bókinni. Árið eftir gerði ég aðra bók, sem bar heitið Meistara mótið 2010 og hafði að geyma ljós myndir úr Meistaramótinu það ár. Bók in var sérprentuð eftir pöntunum og seldist í nokkrum eintökum. Hvernig verður Myndasafn GR til? Ég sótti um styrk til stjórnar GR um að koma ljósmyndum klúbbsins á rafrænt form árið 2014, á 80 ára afmælisári klúbbsins. Jón Pétur Jónsson var for maður og tók strax vel í hugmyndina sem var síðan samþykkt af stjórninni. Hugmyndin að koma ljósmyndum klúbbsins í veflægt myndasafn var ekki ný af nálinni. Ég hafði rætt þessa hugmynd við Elías Kárason, í kaffisam sæti í Grafarholtinu fimm árum fyrr. en báðir vorum við spenntir fyrir því að sjá þessa hugmynd verða að veruleika. Ljósmyndir úr sögu klúbbsins voru á nokkrum stöðum, í Borgarskjalasafni og í geymslum og skúmaskotum á Korpúlfsstöðum og Grafarholti. Þess ummyndum var öllum komið á rafrænt form, auk skjala og teikninga sem tengdust sögu klúbbsins. Síðan tók við greining og flokkun mynda, sem var tímafrekt ferli en nauðsynlegt, því það er ekkert gaman af gömlum myndum, ef menn þekkja ekki hverjir eru á myndunum eða af hvaða tilefni þær voru teknar. Þar reyndist Elías, félagi minn og samstarfsmaður sterkur á svellinu. Elías gekk í klúbbinn fyrir fimmtíu árum og sem gutti úr Hlíða hverfinu fór hann stundummeð pabba sínum, Kára Elíassyni, á gamla golf völlinn á Kringlumýrar- og Hvassaleitis svæðinu og þekkti því til eldri félaga, sem margir eru horfnir á braut í dag. Elías beitti sér einnig fyrir því að leita til gamalla klúbbfélaga eftir ljósmynd um sem þeir kynnu að hafa í fórum sínum og við gætum fengið að skanna og við Elías fórum í ófáar myndaheim sóknir til gamalla félaga í klúbbnum, auk þess sem símtölin okkur á milli hafa verið mörg og löng í gegn um tíðina. En ég er nokkuð ánægður með útkomuna þó megi eflaust gera betur. Á vefnum golfmyndir.is eru ljós myndir úr golfmótum og öðrum við burðum raðað upp eftir árum. Ýmilegt annað efni er á vefnum. Til að mynda tókst að fá gamlar fréttamyndir frá Ríkissjónvarpinu og þá var Kylfingi, tímariti klúbbsins, fundinn staður á vefnum. Fjallað er um keppnisvelli klúbbsins og ýmsar frásagnir sem tengjast þeim. Haldið er utan um sigur vegara stærstu móta klúbbsins, svo eitthvað sé nefnt. Á hverju ári bætast nýjar myndir í safnið. Myndasafn GR hefur verið við lýði í rúm tíu ár, alltaf á léninu golfmyndir.is og aðsókn myndi ég segja að væri nokkuð góð. Á rólegustu dögunum koma nokkrir tugir notenda á vefinn og stundum nokkur hundruð. Þegar Meistaramót GR er í gangi má búast við því að nokkrar þúsundir kylfinga líti inn á vefinn á hverjum degi. Öskjuhlíðarvöllur. Fundur hjá kappleikjanefnd í golfskálanum. Frá vinstri: Jón Thorlacius, Sigurjón Hallbjörns son, Ólafur Loftsson, Pétur Björnsson. Öskjuhlíðarvöllur. Fv: Óttar Yngvason (Íslm. 1962), Jóhann Ólafsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Gísli Ólafsson (Íslm. 1942, 1943, 1944).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==