KYLFINGUR 2024

I KYLFINGUR I 5 Kylfingur – 1. tbl. 2024 – Útgefandi: Golfklúbbur Reykjavíkur – Ábm.: Ómar Örn Friðriksson – Ritstjóri: Halldór B. Kristjánsson. Ritnefnd: Elías Kárason, Dóra Eyland, Ómar Örn Friðriksson og Atli Þór Þorvaldsson. Ljósmyndir: Dóra Eyland, Frosti Eiðsson, Grímur Kolbeinsson, GSÍ og margir fleiri. Prófarkalestur: Auðbjörg Erlingsdóttir – Hönnun og umbrot: Halldór B. Kristjánsson / Leturval slf. Forsíðumyndin Perla Sól Sigurbrandsdóttir á Junior Solheim Cup. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem valin er í úrvalslið Evrópu sem lék gegn úrvalsliði Bandaríkjanna nú í haust. Mynd fengin af vef GSÍ. Kæru félagar. Stofnfundur Golfklúbbs Reykjavíkur, semupphaflega hét Golfklúbbur Íslands,var haldinn 14. desember 1934. Á þeim tíma var ekki til neinn golfvöllur hér á landi, enginn golfskáli, engar kylfur, kúlur eða reglur. Stofnendurnir voru á algerum byrjunarreit og að mörgu að hyggja. Þeir voru framsýnir, metnaðarfullir og duglegir. Þeir leystu öll þessi verkefni. Eitt af því semþeir áttuðu sig á varmikilvægi þess að gefa út tímarit –málgagn stjórnar – til að ná til félagsmanna og annarra. Þetta tímarit hlaut nafnið Kylfingur og er enn gefið út, nú í rafrænu formi. Tímaritið Kylfingur, sem er aðgengilegt á vefsíðu GR, er ómetanleg heimild um fyrstu árin í sögu GR, og raunar alla tíð síðan þá, til dagsins í dag. Í dag er Golfklúbbur Reykjavíkur einn stærsti, ef ekki sá stærsti golfklúbbur í Evrópu, með 3.400 félagsmenn og á biðlista eru um 1.000 manns. Við erummeð 18 holu golfvöll í Grafarholti, auk 6 holu æfingavallar og Bása. ÁKorpúlfsstöðumerumviðmeð 36 holur aukæfingaaðstöðu. Báðirvellirnir eru innan um annað útivistarsvæði Reykvíkinga, með göngu- og hjólastígum, veiði í Korpu og jafnvel hestamennsku ef svo ber undir. Vellirnir okkar glæsilegir og það sama er að segja um klúbbhúsin, sem eru til hreinnar fyrirmyndar. Það er hlutverk okkar félagsmanna í GR að halda uppbyggingunni áfram jafnframt því aðminnast þess semvel hefur verið gert. Á þessu afmælisári okkar útnefndumvið sjö nýja heiðursfélaga, þá Árna Tómasson, Gest Jónsson, Guðmund Björnsson, Guðmund S. Guðmundsson, Hannes Guðmundsson,Jón Pétur Jónsson og Stefán Gunnarsson. Guðmundur S. var formaður klúbbsins á árunum þegar Grafar­ holtsvöllur var að byggjast upp. Hann tók á móti unglingum, sem átti eftir að verða gullkynslóð hjá okkur í golfi. Árni Tómasson hefur verið endurskoðandi klúbbsins í meira en 20 ár og ekki bara sem venjulegur endurskoðandi, heldur hefur hann lagt grunn að því hvernig fjármálumklúbbsins hefurverið skipað. Hinir fimm eiga sammerkt að hafa verið í forsvari fyrir klúbbinn í tengslum við uppbyggingu golfvallarins á Korpúlfsstöðum og svo æfingaaðstöðunnarí Básum.AllirvoruþeirformennGR að Stefáni Gunnarssyni undanskildum,enhann tókað sérveigamikil verkefni á þessumsviðum.Við kunnumþeimöllummiklar þakkir fyrir ómetanleg störf í þágu klúbbsins á löngum tíma. Þeir hafa að sjálfsögðu ekki staðið í þessu einir, fjölmargir aðrir hafa lagt klúbbnum lið með margvíslegum hætti. Ein leið sem klúbburinn hefur til að þakka fyrir sig ermeð gullmerki GR, en klúbburinn sæmdi 34 aðra félagsmenn gullmerki GR á árinu. Við þökkum borgaryfirvöldum fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum tíðina. Við þökkum einnig Golfsambandi Íslands, öðrum golfklúbbum og Íþróttasambandi Íslands fyrir samfylgdina. Við erum öll hluti af einni heild. Við vitum að golf er frábær íþrótt fyrir alla aldurshópa og það er okkar allra að stuðla að því að sem flestir taki þátt. Það er okkar félagsmanna að halda uppi merki GR áfram og að sjá til þess að klúbburinn vaxi og dafni á komandi árum og áratugum. Ábyrgð okkar er mikil. Það er ennþá verk að vinna á völlunum okkar, klúbburinn stendur í margvíslegum framkvæmdum eins og þið þekkið. Við þurfum að huga að völlunum og allri aðstöðu, umhverfi, barna-, unglinga- og afreksstarfi, lýðheilsu, umhverfi, nábýli við aðra útivist í Reykjavík og svo áfram mætti telja. Verkefnin eru óþrjótandi en skemmtileg. Og ekki má gleyma aðalatriðinu, sem er golfið sjálft og að njóta! Um leið og við óskum félagsmönnum til hamingju með 90 ára afmælið, semvið höfum fagnað með margvíslegum hætti á árinu, þá óskumvið félagsmönnumnú gleðilegra jóla og farsæls komandi golfárs. Það ervon okkar að vellirnir okkarmuni skarta sínu fegursta á komandi ári og verði betri en nokkru sinni fyrr. Veðrið líka! Það er allavega skýrtmarkmið, jafnframt því semáhersla verður á áframhaldandi öflugt félagsstarf hjá okkur í GR. Gísli Guðni Hall, formaður GR Afmæliskveðja frá formanni GR

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==