KYLFINGUR 2024
50 I KYLFINGUR I Elsa Kristín Elísdóttir: ÞANNIG VAR NÚ ÞAÐ! Hvenær varðstu félagi í GR? Ég varð félagi í GR árið 2016, rosalega spennt fyrir komandi sumri. Það varð hálf endasleppt þar sem ég sleit kross band um vorið og ekkert varð af golfi það sumar. Árið 2017 átti að vera mitt ár en í byrjun júní, á golfmóti á Hlíða velli í Mosfellsbæ, rann ég á blautri brú, datt beint á krossbandahnéð og fékk sprungu í lærlegg, mátti ekki spila aftur fyrr en í ágúst. Af hverju varð golf fyrir valinu? Það var aldrei spurning um að fara í golf, búandi í 110 Paradís með golf völlinn í túnfætinum og golfið besta núvitund sem til er. Elta hvítan bolta og slá hann síðan frá sér aftur og aftur. Við hjónin fórum á golfnámskeið 1995, fyrir barneignir, hjá Sigga Pé heitnum. Síðan snerti ég nánast ekki kylfu fyrr en 2013, en sá þá fram á að missa af þeim feðgum ef ég myndi ekki taka þetta föstum tökum. Fór á byrjenda námskeið með vinnufélaga og í enda sumars græjaði ég mér sumarkort á Thorsvelli, þá var ekki aftur snúið. Í byrjun fór margoft í gegnum hausinn á mér hvort að maður ætti að selja sett ið, gefa það eða henda því, en ég er nú ennþá að spila. Tæknin í þessu golfi og áskoranirnar í hausnum á manni eru þvílíkar að maður verður heltekin. Þetta er frábært hjóna-, vina- og fjöl skyldusport og skíðin eru aðeins farin að gjalda fyrir það. Hver er forgjöfin í dag? Hún er 24,2. Pínu erfitt sumar, ég kenni veðrinu um eins og margir. Byrjaði í 19,7 en þetta er fyrsta sumarið sem ég hef bara verið að hækka í forgjöf. Mér skilst á syninum að það skili árangri að æfa sig. Minn tími mun koma! Korpan eða Grafarholt? Úff, það er erfitt að velja á milli, en Grafarholtið með frábærri staðsetn ingu, landslagi og í góðu veðri, finnst mér vera toppurinn. Áin fylgir fast á eftir. Í dag eru Landið-Áin mínar uppá halds 18 holur á Korpunni. Í sumar var ég að vinna í að taka Sjóinn í sátt. Að byrja á tveimur par 5 holum fyrir kvk er krefjandi, sérstaklega ef að driverinn er „kaldur“. Aftur á móti að upplifa Sjóinn í logni er dásamlegt; já, síðan er þetta víst bara golf! Þetta val sem við GR- ingar höfum, að geta spilað á þessum 4-5 völlum er frábært! Hvernig hefur þér gengið, einhverjir eftirminnilegir sigrar? Ég hef alltaf tekið þátt í Meistaramóti klúbbsins, enda er það algjör veisla. Mitt besta hingað til var sumarið 2020. Þá keppti ég í 4. flokki og leiddi eftir fyrstu tvo dagana. Spilaði Grafarholtið, fyrsta hringinn á 41 punkti, algjörlega „on fire“. Næsta dag á Korpunni var hausinn ekki á, 26 punktar, skildi ekkert í þessu golfi, þóttist gera allt eins og daginn áður. Ég set það á reynsluleysi þess tíma og þykist ekki vera með keppnisskap en spilaði eins og fáviti (hvernig spila þeir?) og henti sigrinum frá mér síðasta daginn, 32 punktar. Það munaði þremur höggum á 1. og 2. sæti. Endaði í 2. sæti en var sátt, mjög sátt. Fór í þetta mót eins og í rauninni í hvern hring, með engar væntingar, bara spila og hafa gaman. Í þessari sömu viku, laugardaginn sem lokahófið var, tók ég þátt í Forvals/World Class kvennamóti á Nesvelli. Þar spilaði ég í fyrsta sinn undir 100 höggum, 96, högg, 45 punktar og 1. sæti var það (já, ég veit, maður fær tvo sjénsa 2x9 holur, he,he,heeee). Þetta gengi varð til þess að ég komst ekki á Lokahóf GR fyrr en eftir verðlaunaafhendingu, ég þurfti næstum því gám til að koma verðlaununum heim af Nesvelli. Þessi vika í júlí 2020 verður lengi í minnum höfð. Á góðum stundum stilli ég bláu GR Ittala verðlaunaskálinni upp með einhverju gúmmelaði í og set blóm í Georg Jensen vasann með áletruninni frá golfmótinu á Nesinu. Eftirminnileg atvik eða skemmtilegar sögur? Fyrsta golfnámskeiðið var vorið 1995 hjá Sigga Pé heitnum. Þegar það var að klárast þá spurði ég hvað væri eðlilegt að spila á mörgum höggum. Þá spurði hann: „Búið þið ekki í Árbænum“? Ég jánkaði því, þá sagði hann að það væri mjög gott að miða við póstnúmerið, vera á 110 höggum eða undir. Og hvað ef ég næ því ekki, spurði ég þá. Hann svaraði: „Nú, þá verðið þið að flytja í Mosfellsbæ“! Vorið 2015 vorum við vinnufélaginn, fullar sjálfstrausts og tilbúnar í að taka þátt í alvöru golfmóti. Allir að hvetja okkur, um að gera að taka þátt, vera með, þið lærið svo mikið og allt það. Við skráðum okkur í kvennamót Bio effect-EGF á Hólmsvelli í Leiru. Ég, sem til þessa var búin að drösla 2ja hjóla golfkerru á eftir mér, fékk lánaða glæ nýja click-gear kerru hjá eiginmann inum. Það vildi ekki betur til en svo að á 13. braut er ég að fara að slá, gleymi að setja golfkerruna í bremsu og sé á eftir henni rúlla af stað út í vatnið. Hún fór á bólakaf og einn reyndur golfari sem var með okkur í holli, var snögg til og veiddi hana uppúr með kylfunni sinni og hvolfdi pokanum með öllu
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==