KYLFINGUR 2024
golfdótaríinu í þannig að vatnið sull aðist úr. Ég kláraði hringinn og á skjal fest einn af fyrstu 18 holu hringjunum og það í móti á 13 punktum, 154 högg um, jæks! Ok, þetta var sjúúúklega fyndið og ég var utan þjónustusvæðis í tvo daga á eftir, þar sem síminn blotn aði líka. Við hjónin giftum okkur 23. ágúst 1992 og við höfum alltaf tekið okkur frí á brúðkaupsdaginn og gert eitthvað saman. Síðustu ár höfum við spilað golf og árið 2020 spiluðum við Grafarholtið. Á 5.braut, slæ ég mjög gott upphafshögg, næsta högg með 5 tré, endaði slatta langt vinstra megin við grínið. Næst er það 7-an, tek létta púttstroku með henni (já, þetta kenndi Ragga Sig mér fyrir nokkrum árum og ég nota mjög mikið) og viti menn það vill ekki betur til en svo að boltinn ratar beinustu leið ofan í holuna! Já, fugl var það heillin og það á erfiðustu holu vallarins. Þetta var sætt, já mjög sætt! Sumarið 2023 náði ég að fara undir 20 í forgjöf og það sem meira er, í fyrsta sinn með lægri forgjöf en eigin maðurinn, Gunnar Viggósson. Það var neyðarástand á heimilinu. Hann bað um frí í vinnunni, ætlaði að fá íþrótta sálfræðing, kennslu og já, helst loka mig inni svo ég gæti ekki spilað; allt til þess að ná forgjöfinni sinni til baka. Þetta „ástand“ varði því miður bara í tvær vikur, en þá var ljúft að vera til, ha,ha,haaaa! Hefurðu farið holu í höggi? Nei. Hver er sá besti sem þú hefur spilað með? Sonurinn, Halldór Viðar Besti golfvöllur sem þú hefur leikið? Get ekki gert upp á milli Lo Romero og La Sella á Spáni. Eitthvað hjá GR sem betur mætti fara? Að við félagsmenn höldum leikhraða og hugsum vel um völlinn okkar; um gengni lýsir innri manni. Eitthvað að lokum? Það er næsta högg sem skiptir máli og ekki gleyma að hafa gaman. Ásdís Rafnar hlaut Háttvísibikarinn 2024 2004 Þórður Rafn Gissurarson 2005 Hanna Lilja Sigurðardóttir 2006 Guðni Fannar Carrico 2007 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 2008 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir 2009 Andri Þór Björnsson 2010 Guðmundur Á. Kristjánsson 2011 Sunna Víðisdóttir 2012 Ragnhildur Kristinsdóttir 2013 Saga Traustadóttir 2014 Ingvar Andri Magnússon 2015 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir 2016 Dagbjartur Sigurbrandsson 2017 Böðvar Bragi Pálsson 2018 Elvar Már Kristinsson 2019 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 2020 Tómas Eiríksson Hjaltested 2021 Helga Signý Pálsdóttir 2022 Perla Sól Sigurbrandsdóttir 2023 Perla Sól Sigurbrandsdóttir 2024 Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir Háttvísibikarinn er gjöf frá GSÍ í tilefni af 70 ára afmæli GR og er hann veittur ár hvert þeim kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem GR-ingar vilja sjá í af reksunglingum sínum. Sá einstaklingur sem hlýtur háttvísibikarinn þarf að hafa mikinn íþróttaanda, gefast aldrei upp, sýna miklar framfarir, vera sér og klúbbnum til mikils sóma bæði innan vallar sem utan og umfram allt vera fyrirmynd fyrir aðra í kringum sig. Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir hlýtur viðurkenninguna fyrir árið 2024. Ásdís er Íslandsmeistari 15–16 ára stúlkna í holukeppni og tók miklum framförum á golfvellinum í sumar. Hún er mikil og sterk fyrirmynd fyrir aðra iðkendur – samviskusöm, metnaðarfull og dugleg við æfingar ásamt því að vera einstak lega yfirveguð innan vallar sem utan. Þeir sem hafa áður fengið útnefning una eru eftirfarandi kylfingar: I KYLFINGUR I 51
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==