KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 53 Hvernig stóð á því að þú byrjaðir í golfi? Ég átti heima efst í Drápuhlíð, stutt frá fyrsta teig á golfvellinum við Öskjuhlíð. Golfvöllurinn var á svæðinu þar sem nú er Borgarleikhúsið, Kringlan og fleira, þar voru menn að spila golf og meðal annars pabbi Ingólfur Isebarn, mjög áhugasamur og afreksmaður í íþróttum almennt. Varð ma. tvisvar klúbbmeistari GR. Þannig að þetta lá beint við og segja má að ég hafi byrjað í golfi árið 1959, þá 8 ára, en var þó aðallega að draga fyrir pabba í alls konar golfmótum, svo fór fjölskyldan á Íslandsmót, en þau voru haldin til skiptis í Reykjavík, Akureyri og í Vest mannaeyjum þar sem ég dró fyrir hina og þessa. Einnig var ég mikið í fótbolta með Val. Var öll fjölskyldan í golfi eða bara þið feðgar? Öll fjölskyldan var í golfi, þó byrjaði mamma ekki fyrr en um 50 ára gömul, systir mín Sigurveig Erna var í stúlkna golfi með Guðrúnu Ólafsdóttur, seinna kona Sigga Pé og Ólafíu Árnadóttur. Bræður mínir voru einnig í golfi, en þeirra tími fór mikið í annað. Þeir fóru oftar í sveitina en ég. Hermann var mikið í fimleikum og flugbjörgunar sveitinni. Ingvar var mjög góður í fót bolta, hans lið vann allt í yngri flokk unum með honum voru t.d. Hemmi Gunn og Gunnsteinn Skúla. Sveinn var allnokkuð í golfi sem unglingur. Svo voru öll í golfi seinna á ævinni og Örn mjög mikið að byggja upp Kiðjabergs völlinn og var í GR og Keili líka. HANS ÓSKAR ISEBARN man tímana tvenna í golfinu, varð félagi í GR 1959, þá 8 ára gamall, og er enn í fullu fjöri og leikur golf alla daga ef veður leyfir. Margfaldur Íslandsmeistari sem unglingur. Kylfingur náði tali af honum og forvitnaðist um feril hans í gegnum árin. Pabbi var sigursæll kylfingur. Hann vann m.a. fyrsta opna Coca-Cola-mótið 1961, bæði með og án forgjafar.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==