KYLFINGUR 2024
Það hafa varla verið margir á þínum aldri í golfi á þessum árum? Við vorum aðeins fjórir strákar í GR; Eyjólfur Jóhannsson, Jónatan Ólafsson, Elías Kárason og ég. Á Íslandi voru ekki til unglingagolfsett en því bjargaði Jó hannes Snorrason flugstjóri og keypti fyrir okkur golfsett sem passaði og þá hófst golfið fyrir alvöru hjá okkur strák unum. Voru einhver mót fyrir ykkur unglingana? Fyrst unglingagolfmótið hjá GR var haustið 1963 við vorum félagarnir fjórir með. Fyrsta Íslandsmót unglinga var svo haldið í Vestmannaeyjum 1964. Þar mættu 3 unglingar frá Akureyri, bræðurnir Viðar og Björgvin Þorsteins synir auk Haraldar Ringsted. Frá Vest mannaeyjum kom Jón Haukur Guð laugsson og úr GR Eyjólfur Jóhannsson sem sigraði á mótinu, ég og Elías Kára son, alls 7 strákar. Í Eyjum var nóg um að vera fyrir okkur strákana, það var sprangað, farið í fótbolta, svo fórum við út á golfvöll á vörubílspalli. Fylgd umst vel með besta kylfingi landsins, Magnúsi Guðmundssyni, sem spilaði 10 undir pari 72 holurnar og sigraði með miklum yfirburðum, hann varð síðar golfkennari okkar. Magnús var góð fyrirmynd, hann æfði mjög mikið, sló í net í langan tíma ef hann var ekki sáttur við golfið. Þannig að ég fór að dæmi hans og lagði mikla áherslu á æfingar. Úr Öskjuhlíðinni í Grafarholt Um haustið 1962 var flutt upp í Grafarholt með golfvöll, sem menn höfðu verið að reyna að búa til eftir teikningu frá Nils Sköld, sænskum golf vallaarkitekt. Þetta var erfitt verkefni, geysimikið af urð og grjóti. Það voru ófáir tímarnir sem GR-félagar eyddu þar í sjálfboðavinnu við að tína grjót úr brautum. Eins og fyrr segir var Grafarholts golfvöllurinn geysilega erfiður í rækt un, mikið grjót allstaðar, þannig að sett var sérkennilega sérregla, að það mætti stilla upp bolta utan brautar gegn einu vítishöggi, í stað þess að láta hann falla. Þessi regla var samþykkt í Norðurlandamóti 1974 og eins í Evr ópumeistaramóti unglinga 1977 eða 1978. Önnur sérregla í Grafarholti var líka sérstök, hreyfingarlaust golf á leið, með þeirri undantekningu að láta mátti bolta falla þrisvar á hring án vítis. Þetta var hægt vegna þess að vallar nefndin; Svan Friðgeirsson, Haukur Guðmundsson og ég, stofnuðum 18 hópa sem tóku að sér hver sína braut, þeir grjóthreinsuðu með skóflum og járnköllum og löguðu holur í brautum og tyrfðu. Svan útvegaði gröfu til að taka stærra grjót. Í þetta fóru all nokkrir fimmtudagar. Ég sá um að hringja í menn og fá þá í hópana og gekk það ótrúlega vel. Eftirminnilegir sigrar? Ég varð Íslandsmeistari unglinga 5 ár í röð, þá æfði ég einu sinni þannig að ég spilaði hring með mjög mörgum bolt um, 12 minnir mig, tók allan daginn en Fyrsta Íslandsmót unglinga var haldið í Vestmannaeyjum 1964. F.v.: Eyjólfur Jóhannsson, Viðar og Björgvin Þorsteinssynir, Jón Haukur Guðlaugsson, Hans Isebarn, Haraldur Ringsted og Elías Kárason. Myndir með greininni eru teknar af heimasíðu GR undir Golfmyndir.is. Jónatan Ólafsson og Hans Óskar Isebarn léku til úrslita um Nýliðabikarinn 1964 og landaði Hans Óskar sigri eftir tvísýnan leik. I KYLFINGUR I 55
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==