KYLFINGUR 2024

56 I KYLFINGUR I góð æfing við margskonar aðstæður, sérstaklega er mikilvægt að vippa það vel að aðeins fylgi eitt pútt. Fjölmargar golfkeppnir voru minnis­ stæðar t.d. opnun Jaðarsvallar 1970, sem ég vann eftir mikla keppni við Björgvin Þorsteinsson. Í landskeppni 1974 keppti ég við Finnlandsmeistarann í golfi Safonoff minnir mig að hann hafi heitið, við vorum jafnir fyrir síðustu holuna, báðir 2 yfir pari, en hann þrípúttaði en ég vippaði og einpúttaði og vann. Svo unnum við í GR oft Íslandsmót í sveitakeppni karla og öldunga og 65 ára og eldri.  Árið 1974 fór ég að æfa það sem Sam Snead og Jack Nicklaus kenndu, að láta fæturna stjórna sveiflunni og halda höfðinu kyrru, þá var ég alltaf á miðri braut og á flöt í réttu höggi og vann mörg golfmót t.d. þrjú stigamót og KLP skrifaði: „Hans skaut aftur upp á yfirborðið!“ Eflaust margir minnisstæðir félagar? Ólafur Ingi Skúlason var einn af mínum bestu vinum. Við spiluðum mikið golf saman, svo var Svava mamma hans og Skúli pabbi hans í Laxalóni mjög minn­ isstæð. Svava kenndi okkur bridge, frá­ bært var að koma í Laxalón eftir golf og spila við Svövu og þiggja veitingar fyrir okkur svanga piltana. Elías Kárason og pabbi hans Kári Elíasson, Viðar Þor­ steinsson, allir minnisstæðir og góðir vinir og margir fleiri. Svan Friðgeirsson, Karl Jóhannsson, Magnús Jónsson, Ari Guðmundsson, Ólafur Bjarki Ragnars­ son unnu allir vel fyrir klúbbinn, svo einhverjir séu nefndir. Holu í höggi? Þrisvar hef ég farið holu í höggi, fyrst á 6. holu í Grafarholti, 8. holu á Akranesi og 9. holu á Korpu. Það kemur yfir mann sérstök fagnaðartilfinning þegar boltinn hverfur við holuna. Minnisstæð atvik? Evrópumeistaramót félagsliða í febrúar 1975. Við fórum þrír úr GR, ég, Ragnar Ólafsson og Einar Guðnason. Flugum fyrst til Glasgow svo til London. Í fluginu til London hitti ég pabba vinar míns, sem fór í sveit 15 ára 1966, en varð undir dráttarvél og lést, þetta var ófrágengið mál í mínum huga en gott var að hitta pabba hans. Við flugum Móðir mín, Guðrún Ósk Isebarn, varð 104 ára 23. nóvember 2024. Á myndinni situr hún á bekk með eldri hana sem er orðinn þreyttur á að elta hænurnar og eflaust búinn að gleyma hvað hann á að gera við þær þegar hann nær þeim. Stjórn GR 1980. Aftari röð f.v.: Sigurður Ágúst Jensson, Hans Óskar Isebarn, Guðmundur Vigfússon og Ari F. Guðmundsson. Fremri röð: Sigrún Sigurðardóttir, Magnús R. Jónsson og Garðar Halldórsson. Jack Nicklaus að sýna golfáhugamönnum á Nesvellinum listir sínar. Elsti bróðir minn, Örn, heldur um bandið. Seinna sá hann um að kaupa Kiðjabergslandið fyrir hönd Meistarafélags húsasmiða og var fyrsti formaður Kiðjabergs og byggði fyrstu 9 holurnar með góðu fólki.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==