KYLFINGUR 2024

I KYLFINGUR I 57 svo frá London til Barcelona. Kas- fyrirtækið bauð okkur 5 stjörnu hótel í miðborginni, við aðalgötuna Ramblas, og áttum við að spila hinn stórglæsilega völl „Real Club de golf el Prat“, þar var yfirstétt Spánar við lúxusaðstæður undir stjórn Franco. Við fórum á æf­ ingasvæðið og fengum bakka með golfboltum til að slá, ungur maður afhenti mér bakka, ca 17 ára og leit út eins og Seve Balesteros, sem þá var einmitt 17 ára, og var að byrja atvinnu­ mennsku. Ég sló úr bakkanum og stóð svo og virti fyrir mér múrara sem var að steypa stóran vask, múrarinn segir við strákinn, láttu hann fá annan bakka og meinti mig, en strákurinn (var hann kannski Balesteros?), sagði „hann borgaði ekki tips“ og múrarinn sagði „láttu hann samt fá bakka“ strákurinn lét mig fá bakka með boltum og ég borgaði honum tips með bros á vör.  Við spiluðum þarna í 3 daga, allt 100%, nema kannski golfið.   Svo var farið á hótelið. Talað hafði verið um einhver mótmæli, sem við sá­ um ekki en brynvarðir herbílar voru við Ramblas og hermenn með vélbyssur í fullum skrúða. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir í orðsins fyllstu merkingu, hafði aldrei áður séð hermenn í fullum skrúða. Frá hótelinu fóru flest liðin á stóra krá á tveimur hæðum, þar töl­ uðum við mest við Finnana og golfar­ ana frá Írlandi. Þarna var Finnlands­ meistarinn sem ég hafði leikið við. Einar Guðna var mikill málamaður og gat talað latínu við Spánverjana, ég talaði mestmegnis ensku þó hafði ég einnig lært frönsku og þýsku í MH og gat talað þýsku við einn Þjóðverjann sem ég spilaði við. Þarna á kránni kom mjög falleg stúlka til mín og spurði “do you want to fuck” þetta var alveg nýtt fyrir mig líka og svaraði “no thank you very much.” Mér var hugsað til kær­ ustu minnar (Bryndísar) á Íslandi. En þetta var með eindæmum skemmtileg ferð. Ég hafði áður leikið á frægum völlum í Skotlandi, þegar við Hannes Þorsteins­ son fórum þangað 1972 eftir stúdents­ próf og fengum að leika St Andrews, Troon, Prestvik og nokkra fleiri fræga golfvelli.  Ég hef nú spilað golf í 15 löndum. Fjórum sinnum fórum ég og konan mín Katrín til Thailands og vorum þar í heilan mánuð, þar sem vinur minn KLP var fararstjóri. Mjög góðir golfvellir, dálítið sérstakt líka að skylda var að hafa kylfubera, sem voru yfirleitt stúlk­ ur úr norðurhéruðum Thailands, sem voru að fá vinnu og sjá pening, það voru um 200 kylfuberar á hverjum golfvelli. Við ferðuðumst líka um Thai­ land fórum að ánni Kvæ, þar sem fangabúðirnar voru og brúin yfir Kvæ­ fljótið var byggð, í þeirri ferð fórum við einnig í fílareið. Mjög óvenjuleg en skemmtileg golfferð.  Hefurðu verið í stjórn GR eða nefndum? Var í stjórn GR í 2 ár, var fundarritari á aðalfundi þrisvar svo fór ég á 2ja daga golfþing þar var ég einnig fundarritari. Þetta var á meðan ég var að læra lögfræði, á þriðja ári í lögfræði hætti ég og fór að gera annað skemmtilegra. Var í vallarnefnd eins og áður hefur komið fram. En merkilegasta starfið var við firma­ keppni GR, hún skapaði miklar tekjur fyrir GR og hélt GR fyrir ofan núllið. Ég og Elías Kárason tókum einu sinni, lík­ lega 1975, að okkur að sjá um firma­ keppnina. Ég hringdi í marga daga í Öldungamót Hellu 10. júní 2018. 50 ár liðin síðan við byrjuðum að keppa í golfi 1964, Björgvin Þorsteinsson, Jón Haukur Guðlaugsson og Hans Óskar. Hans og Katrín í fílareið á Thailandi.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==