KYLFINGUR 2024

58 I KYLFINGUR I forstjóra fyrirtækja til að athuga hvort þeir vildu vera með í keppninni og Elías skrifaði gíróseðla, þetta gekk mjög vel þannig að um 400 fyrirtæki tóku þátt og vinur okkar, Erlendur Einarsson for­ stjóri SÍS, borgaði fyrir sex fyrirræki svo dæmi sé tekið. Hann lék oft golf við okkur unglingana. Firmakeppnin byrjaði 1945, þá voru rekstrarerfiðleikar, kannski voru þeir vegna þess að hermenn USA fóru heim og hættu að leika golf hjá okkur. Geir Borg kom þá með hugmynd um firma­ keppni, sem bjargaði fjárhag GR til margra ára. Síðustu 4 árin hef ég aðallega verið að vinna við dómgæslu fyrir GR, tók héraðsdómarapróf fyrir 4 árum og landsdómarapróf í fyrra.   Hver er þín helsta fyrirmynd í golfi? Fyrirmynd mín í golfi var Jack Nicklaus, það vildi svo vel til að Jack kom til Íslands í nokkur ár eftir The Open í Bretlandi og veiddi lax, einnig sýndi hann golf á Nesvellinum, sérstaklega skemmtilegt og er eini maðurinn sem ég hef fengið eiginhandaráritun hjá. Hann kom einnig upp í Grafarholt, en lék ekki golf. Hann sagði t.d. við okkur að til að laga holur í vellinum ætti að fylla þær af sandi og grasið mundi koma upp í gegnum sandinn.  Önnur áhugamál? Ég hef alla tíð telft mikið, við bræður mína og vini mína, Elías Kárason, Ingólf Friðjónsson, Ásgeir Sigurbjörn og Frið­ jón Örn. Eins telfdi ég mikið í MH. Svo telfdi ég oft við sterkan skákmann í vinnunni, Benedikt Jónasson, hann var með ca 2300 stig. Þetta voru oftast hraðskákir. Einnig tefli ég stundum hjá félagi eldri borgara. Svo hef ég gaman að spila bridge. Spila amk. einu sinni í viku yfir vetrartímann.  Þú ert ennþá á fullu í golfinu eftr öll þessi ár, eða hvað? Já, ég enn að spila mikið golf og æfi enn töluvert. Stefni að því nú þegar ég verð 74 ára næsta sumar að leika undir aldri.  Skákfélagarnir og golfarnir, Hans Óskar, Árni Jón Geirsson, Ingólfur Friðjónsson og Ásgeir Sigurbjörn Ingvason. Myndina tók einn af þeim félögum, Elías Kárason. Vetrargolf í góðu veðri á Thorsvellinum. F.v.: Elías Kárason, Daði Kolbeinsson, Hans Óskar og Gunnar Ólafsson. Ljósmyndina tók Sigurdór Stefánsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==