KYLFINGUR 2024
Bréf frá forseta ESGA, 23 maí 2022 “Dear Gauti, As president of ESGA I want to give you a phone-call this week for asking if the Icelandic Senior Golf Association LEK would be prepared to host the Senior Team Championship and Cup in 2024.” Í fundargerð LEK 02.06.2022 segir: Beiðni hefur komið frá ESGA um að LEK taki að sér að halda ESGA mót karla 55+ sumarið 2024. Allir sammála um að skoða möguleika á því. Mjög spennandi verkefni. Þetta er í annað skipti sem LEK tekur að sér að halda ESGA mót kylfinga 55 ára og eldri. Fyrsta mótið var haldið 1991 og þá spilaði A-liðið í Grafarholti en B-liðið á Leirunni og tóku 14 þjóðir þátt í mótinu. LEK sá einnig um XIV Marisa Sgara vatti Tropy, konur 50 ára og eldri 2004. Leikið var á Hvaleyrinni. „Veður var fremur óhagstætt keppnisdagana, 28. til 30. júlí. Þrátt fyrir það tókst mótið í alla staði vel.“ Árið 2010 sá LEK svo um ESGA mót karla 70 ára og eldri og var ákveðið „að senda leikmenn í báðum flokkum, A- og B-lið, þar sem keppt var á Íslandi.“ Þetta verður að teljast vel gert af sjálfboðaliðasamtökum eins og LEK og sýnir hversu mikinn metnað LEK hefur fyrir íþróttinni. Í framhaldi af samþykkt stjórnar að taka þetta verkefni að sér 2024 var ákveðið að bera niður hjá Golfklúbbi Reykjavíkur fyrir Championship (A-liðin) og Golfklúbbi Mosfellsbæjar fyrir CUP (B-liðin). Ekki þarf að orðlengja það að okkur var vel tekið á báðum stöðum og þar með vorum við komin af stað. Á fundi hjá General Board ESGA í Frakklandi 2023 voru svo fyrstu drög að mótinu kynnt og ljóst að mikill áhugi var á Íslandsför. Það endað svo að 20 þjóðir sendu lið í B-deild og 18 í A-deildina. Alls 228 leikmenn. Þegar allt er talið komu um 350 manns til landsins vegna þessa móts. ESGA heldur vel utan um þessi mót með ítarlegum leiðbeiningum. Til að tryggja að allt væri í lagi hjá okkur kom forseti sambandsins Bart Jan Con standse og tók út vellina og hélt fund með framkvæmdastjórninni. Framkvæmdastjórn: Baldur Gíslason verkefnastjóri, Gauti Grétarsson formaður LEK, Jón Gunnar Traustason stjórnarmaður í LEK, Erling ur Arthursson frá LEK, Ómar Friðriksson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykja víkur og Ágúst Jensson framkvæmda stjóri Golfklúbb Mosfellsbæjar. Yfirdómari og mótsstjóri var Hörður Geirsson. Opnunarhóf og mótsetning í Golfskálanum í Mosfellsbæ 30. júlí Æfingahringur á báðum völlum fór fram 30. júlí í ágætis veðri. Að loknum æfingahring var formleg opnunarathöfn. Blik Bistro í Golfskálanum í Mos fellsbæ sá um veitingar með myndar brag. Veislustjóri var Írunn Ketilsdóttir Erla Edvardsdóttir fulltrúi Bæjar stjórnar Mosfellsbæjar og Einar Þor steinsson borgarstjóri Reykjavíkur EVRÓPUMÓT ELDRI KYLFINGA HALDIÐ HJÁ GR OG GM European Senior Golf Association, Tournament 2024 Gauti Grétarsson, formaður LEK, flutti stutt ávarp og bauð gesti velkomna. Borgarstjórinn Einar Þorsteinsson óskaði keppendum góðs gengis. Bart Jan Constandse, forseti ESGA, opnaði mótið formlega. 62 I KYLFINGUR I
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==