KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 63 fluttu stutt ávörp og buðu gesti vel komna á þessa frábæru golfvelli. Gauti Grétarson formaður LEK var einnig með ávarp og bauð síðan forseta ESGA Bart Jan Constandse að opna mótið formlega. Brassband undir forustu Hauks Gröndal spilað Óðinn til gleðinnar með tilþrifum. Alls mættu um 300 manns. Að setningu lokinni þá var myndataka af öllum liðum á á 10. teig á Hlíðavelli. Fyrsti og annar keppnisdagur Keppnisfyrirkomulagið er liðakeppni með 6 leikmönnum í liði og eru spil aðar 54 holur. A-liðin, The Champion ship spila höggleik án forgjafar en B-liðin, The Cup spila Stableford með forgjöf. Fjögur bestu skor dagsins af sex telja í liðakeppninni. Dagurinn hófst með miklum hama gangi í veðrinu, sumir sögðu allt of hvasst en ákveðið var að mótið skyldi fara fram. Meðalvindur í Reykjavík 31. júlí var 8,4 m/s en vindhviður frá 13,8– 21,5 m/s. Þrátt fyrir að aðstæður væru ekki góðar kom Phil Bramall frá Eng landi inn á 74 höggum í the Champion ship á Korpunni. Á Hlíðavelli var besta skor í rokinu 33 punktar hjá Rubert Muster frá Austurríki. Eftir fyrsta daginn var Ísland í fyrsta sæti B-liða en England í keppni A-liða. Veðrið á öðru degi var ekkert sér stakt, ansi blautt og regnhlífar á lofti. Besta skor A-liða á öðrum degi áttu Hjalti Pálmason GM og Mike White frá Englandi 71 högg. Besta skor B-liða átti Spánverjin José González 69 högg sem er besta skor á mótinu og gaf 43 punkta. Síðasti keppnisdagur Keppni A-liða var spennandi. Í upphafi dags var Ísland í öðru sæti, 7 höggum á eftir Englendingum. Í B-liðum var Ísland í fimmta sæti en Spánn leiddi fyrir síðasta daginn. Að endingu fór það svo að Englending ar sigruðu liðakeppni A-liða með alls 916 högg á 54 holum. Í öðru sæti var Finnland með 919 högg og í þriðja sæti Ísland á 927 höggum. England sigraði einnig í keppni B-liða með samtals 394 punkta. Í öðru sæti Þrátt fyrir vindhviður upp í 20 m/s var ákveðið að mótið skyldi hafa sinn gang. Aftari röð f.v.: Guðmundur Sigurjónsson, Halldór Ásgrímur Ingólfsson, Tryggvi Valtýr Traustason, Hjalti Pálmason, Guðmundur Arason, Ólafur Hreinn Jóhannesson. B-lið. F.v.: Ingvar Kristinsson, Páll Poulsen, Iouri Zinoviev, Gauti Grétarsson, Kjartan Jóhannes Einarsson, Þórhallur Óskarsson. Brassbandið góða.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==