KYLFINGUR 2024

Jón Ásgeir Einarsson: ÞANNIG VAR NÚ ÞAÐ! Hvenær varðstu félagi í GR? Það hefur verið um 2011 þegar félagi minn fór úr GKG yfir í GR.  Af hverju varð golf fyrir valinu? Það urðu kaflaskil í  mínu lífi þegar ég var 42 ára og ég átti allt í einu fullt af tíma þegar það kom upp á vinnu­ staðnum að fara í golf. Á sama tíma var GKG með tilboð um að koma í klúbbinn án þess að borga nýliðagjald og auð­ vitað réð þá pyngjan valinu . Hver er forgjöfin í dag? Bara mismunandi eftir því hvert skorið er… Nei, hún er 14,3. Korpan eða Grafarholt? Grafarholt er alltaf í meira uppáhaldi hjá mér og finnst mér það minn völlur. Ég var lengi að taka Sjóinn í sátt á Korpunni, líklega af því mér gekk ekk­ ert vel þar. Áin finnst mér vera svo langfallegust og skemmtilegust á Korp­ unni. En svo er Sjórinn/Áin mesti keppnisvöllurinn af okkar völlum. Hvernig hefur þér gengið, einhverjir eftirminnilegir sigrar?  Ég er sveiflugolfari, get spilað í kring­ um 80 einn daginn og svo hundrað­ kallinn hinn daginn. Það eru ekki marg­ ir stórir sigrar en einn sigur á ég sem var á Stellu móti í GKG. Þá var ég með 21 í forgjöf og spilaði á 80 höggum þann daginn og var með 49 punkta, þrátt fyrir að fá 6 högg á 17. sem er par 3. Ég fékk mikil verðlaun, m.a. flugmiða til Evrópu fyrir 2, whisky og bjór og eitthvað fleira.  Eftirminnileg atvik eða skemmtilegar sögur? Fyrsta meistaramót mitt hjá GR byrjaði á Landinu þar sem ég setti drive lengst til vinstri við trén. Þá var bara drasl þar og ég fann boltann og hjakkaði svo áfram högg eftir högg þangað til komin voru 12 högg á fyrstu holu. Var í neðstu sætum eftir 1. dag en náði að vinna mig upp í miðjan hóp.  Í öðru meistaramóti fyrir þriðja hring lenti ég í útkalli um nóttina í vinnunni þannig að það var ekki mikið sofið fyrir hringinn, sem gekk ekkert vel og bara gott að ná skolla á holunum þann daginn.. Þegar hins vegar kom að 4. á ánni, par 3, voru mörg holl sem biðu og því mikil bið. Ég settist því á bekk og rann aðeins í brjóst þangað til hnippt var í mig því ég átti að slá. Ég sló 15 cm frá holu og fékk fugl og spilaði síðan restina á einu yfir pari. Hefurðu farið holu í höggi? Já, fór holu í höggi í meistaramóti á 6. á Sjónum með því að skalla boltann í holu. Sá hann ekki detta og gleymdi að taka mynd eða geyma boltann, sem týndist skömmu síðar. Reyndar man ég lítið eftir því sem gerðist á hringnum eftir það því ég var svo glaður með holu í höggi. Besti golfvöllur sem þú hefur leikið? Það eru nokkrir góðir sem ég hef farið á í ferðum mínum hingað og þangað. Var á Salobre nýlega, gamli völlurinn er afskaplega góður og fallegur. Vel hann bara af því ég man best eftir honum ... Hver er sá besti sem þú hefur spilað með? Spilaði með Böðvari Braga Pálssyni rétt eftir að hann hafði unnið fyrst í  Meist­ armóti GR. Það var æðislegt að sjá hversu flott golfið var hjá honum og aumingja hann að þurfa að spila með mér, ég var 100 metrum fyrir aftan hann eftir hvert drive . Eitthvað hjá GR sem betur mætti fara? Það er margt sem þarf að laga, sér­ staklega í Holtinu. Völlurinn er afskap­ lega ósléttur og allskonar gras á braut­ um. Teigar eru yfirleitt illa á sig komnir og ósléttir. En green yfirleitt í lagi þegar fer að líða á sumarið. Annars nenni ég ekki að tuða mikið, það er ekki þess virði að sleppa sér í því. Eitthvað að lokum? Golf er tæknilega erfiðasta sport sem hægt er að finna, vil ég meina, en samt sem áður hefur það gefið mér mikið í gegnum tíðina. Fyrst allskonar von­ brigði og erfiðleikar en svo lærir maður að þannig er bara golfið. Svo hef ég kynnst ótrúlega mikið af góðu fólki og er svo heppinn að vera í tveimur golfhópum þannig að lífið er bara gott. Markmiðið er að spila golf á meðan maður getur staðið í lappirnar. En allra mikilvægast er að hafa gaman af þessu og hafa góða skapið með.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==