KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 7 Kæru félagar, Það ermér sönn ánægja að rita nokkur orð í tilefni af 90 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur. Á tímamótum sem þessum verður ekki hjá því komist að hugsa til þeirra frumkvöðla sem lögðu grunninn að Golfklúbbi Reykjavíkur. Þrautseigja þeirra og útsjónarsemi til að byggja upp fallegan og góðan golfvöll hefur verið slík að maður fyllist aðdáunar á sögunni og uppbyggingarstarfinu sem átti sér stað. Sannir frumkvöðlar sem lögðu á sig ómælda vinnu í fjölda ára, ef ekki áratugi, í sjálfboðastarfi. Þeir höfðu ekki bara úthald og elju heldur einnig þá sýn að byggja upp golfíþróttina á Íslandi, þar sem ekki yrði tjaldað til einnar nætur. Golfsagan á Íslandi hófst af þunga í Laugardalnumárið 1935 þegar forsvarsfólkGR á sínum tíma fór fyrir einumglæsilegasta golfviðburði landsins.Skömmu síðarvar starfið fluttyfir í Leynimýri þar sem Öskjuhlíðarvöllur var byggður. Um 1950 fór borgin hins vegar að falast eftir þessu eftirsótta byggingarlandi semÖskjuhlíðinvartalin.Stofnendunumvarþví ennogafturvísað áannað landsvæði, Grafarholt, þá óræktarland í úthverfi Reykjavíkur sem boðið var upp á og við tók næsti uppbyggingarfasi.Þaðvar svo árið 1963 semnokkrir kylfingarvoru farnirað leika sérá fyrstu brautum Grafarholtsvallar. Í dag getur GR státað sig af því að reka einn stærsta golfklúbb í Evrópu með rúmlega 3000 félags menn og fjölda valla fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Og golfvellir GR eru ekki bara á meðal bestu keppnisvalla landsins, heldur er einnig um að ræða ein glæsilegustu útivistarsvæði á höfuð borgarsvæðinu og um leið, ein mikilvægustu grænu svæði Reykjavíkurborgar. Kylfingar eru ekki þeir einu semnjóta svæðisins, heldur fara íbúar höfuðborgarsvæðisins umgöngu- og hjólastígameðfram golfvöllunum líka . Iðulega sést til hestafólks fara um stíga í nágrenninu og veiðifólk sést renna fyrir fiski í Korpu - Úlfarsá. Já, landsvæðin í Grafarholti og á Korpu eru algjörir demantar í miðri borg og þar er ég auðvitað ekki að segja GR-ingumneinar fréttir. Líkt og sagan sannar þá er ekkert sjálfsagt og verður það verkefni forsvarsfólks GR í samstarfi við GSÍ, ÍSÍ og aðra haghafa að tryggja í sameiningu farsæla framtíð golfvallarsvæða klúbbsins í höfuðborginni. Einna mikilvægast þar er að kynna hvernig GR hefur, í broddi fylkingar, staðið fyrir ábyrgri landnýtingu í þágu kröftugs afreks- og íþróttastarfs á Íslandi.Árum saman hefur GR staðið fyrir öflugu barna- og unglingastarfi og mótahaldi ásamt þjónustu við eldri kylfinga og almenningshluta golfsins. Rannsóknir sýna með skýrum hætti hvert framlag golfhreyfingarinnar til lýðheilsu landsins er og getum við öll verið stolt af því umfangsmikla fornvarnarstarfi sem unnið er um allt land í þeim efnum. Einnig hefur GR tekið þátt í metnaðarfullummarkmiðum GSÍ og golfhreyfingarinnar á sviði sjálfbærni, þar sem leitast er við að mæla og meta kolefnisspor rekstursins ásamt þroun og framfor i umhverfismálum, felagslegumþattumog stjornarhattum. Starfsemin er því sannarlega margþætt og saga GR orðin ríkuleg og hafa sigrarnir verið jafnt innan sem utan vallar. Svo ekki sé minnst á ófáa titla og sigra afrekskylfinga klúbbsins, semmargir hafa náð að verameðal þeirra fremstu í íþróttinni. Golfklúbbur Reykjavíkur hefur ávallt verið áhrifavaldur og fyrirmynd í þróun golfs á Íslandi og hefur frumkvöðlakraftur ríkt í klúbbnum frá upphafi. Skýrasta dæmið í seinni tíð er þegar uppbyggingin í Básumvarð að veruleika. Má segja að með því frumkvæði hafi grunnurinn að heilsársiðkun í golfi á Íslandi raungerst. Vegna gæðastarfs og þrotlausrar vinnu stjórnenda, starfsfólks og sjálfboðaliða, undanfarin ár og áratugi, hefur uppskeran verið sú að sífellt fleiri vilja njóta þess að upplifa golfíþróttina innan höfuðborgarsvæðisins. Golfsamband Íslands hefur áttmjög gott samstarf við Golfklúbb Reykjavíkur í gegnum tíðina og það ermikilvægt að allir haldi áframaf sömu áræðni og fagmennsku og frumkvöðlarnir forðumdaga, golfíþróttinni til áframhaldandi hagsbóta. Fyrir hönd Golfsambands Íslands færi ég Golfklúbbi Reykjavíkur og GR-ingum öllum innilegar hamingjuóskir á 90 ára afmæli klúbbsins. Um leið þakka ég stjórnendum og starfsfólki klúbbsins afar ánægjulegt samstarf og innihaldsrík samtöl um áfram haldandi gott gengi og uppbyggingu golfíþróttarinnar á Íslandi. Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands Afmæliskveðja fráGolfsambandi Íslands
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==