KYLFINGUR 2024
Púttmót Að venju byrjuðum við árið á púttmótaröðinni sem var í samstarfi við golfa.is , þátttaka var góð í ár en púttmótaröðin er yfirleitt fjölmennasta mót kvennastarfsins. Í ár var byrjað að spila kl. 14 sem mæltist mjög vel fyrir hjá GR konum og einnig dreifði það álaginu svo lítið var um að raðir mynd uðust. Spilaðar voru 6 umferðir og giltu 3 bestu hringirnir til úrslita. Í ár var þó sú nýjung að þær konur sem voru í top 10 með samanlögðum höggafjölda eftir 3 bestu hringi spiluðu úrslitahring.. Að enda mótið á einum lokahring heppnaðist vel og ég tel að við munum hafa þennan háttinn á aftur. Lokahófið eftir púttið var vel heppnað og skemmtilegt, vel mætt og góð stemning myndast. Boðið var uppá léttar veitingar, Katrín í golfa.is var á staðnum og sýndi úrval sitt af vönduðum golffatnaði og í lokin var svo stórskemmtilegt lukkupútt þar sem þátttakendur gátu unnið sér inn ýmislegt með púttfærni sinni. Úrslitin í púttinu í ár eftir úrslitahring voru eftirfarandi: 1. Linda Björk Bergsveinsdóttir - 26 högg 2. Steinunn Sæmundsdóttir - 30 högg (betri seinni 9) 3. Halldóra M Steingrímsdóttir - 30 högg GR konukvöld GR konukvöld 18. apríl var nýjung í ár sem heppnaðist vel og var vel mætt af GR konum. Farið var yfir starfsár GR kvenna, Ómar framkvæmdastjóri GR fór yfir væntanlegar fram Þrjár efstu konur í pútmóti GR kvenna og golfa.is . F.v.: Halldóra, Linda Björk og Steinunn. Sigurliðið í pub quiz á konukvöldinu sem haldið var 18. apríl. Allar fengu boltakort í Bása. I KYLFINGUR I 71
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==