KYLFINGUR 2024

72 I KYLFINGUR I kvæmdir á völlum félagsins, Sigurður golfdómari fór yfir helstu golfreglur. Haldinn var markaður með notaðan golf­ fatnað og endað var á pub quiz milli borða. Golfhermamót Golfhermamót var haldið 20. apríl í Golfhöllinni. Mótshald hjá Golfhöllinni var til fyrirmyndar, búið að skreyta salinn og var þátttakendum boðið uppá freyðivín. Alltaf er að verða aukning á notkun á golfhermum yfir vetrarmánuðina og stefnir kvennanefndin á að halda 1-2 hermamót yfir veturinn.  Vormót Vormót GR kvenna og 66° Norður var haldið á Akranesi 26. maí, Leynisvöllur tók vel á móti okkur og áttum við GR konur frábæran dag. Keppt var í punktakeppni og höggleik. Úrslit voru sem hér segir: Punktar: 1. sæti - Hrönn Harðardóttir 38 punktar – OK dúnvesti frá 66° Norður. 2. sæti - Kristín Halla Hannesdóttir 34 punktar – Vatnajökull vesti frá 66° Norður. 3. sæti - Íris Ægisdóttir 34 punktar – Grettir flíspeysa frá 66° Norður. Vel var mætt á konukvöldið. Hressar og kátar á vormótinu. Á myndinni má sjá þær konur sem voru í þremur efstu sætunum, og með lengsta upphafshögg og næst holu á par 3 braut.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==