KYLFINGUR 2024
I KYLFINGUR I 75 Höggleikur: 1. sæti - Jenný María Jónsdóttir – 86 högg – Öxi jakki frá 66° Norður. Sumarmótaröð Sumarmótaröð GR kvenna og Garmin hófst 3. júní í Grafarholti, spilaðar voru 8 umferðir til skiptis í Grafarholtinu og á Korpunni, 4 bestu hringirnir giltu til úrslita. Mótið er vinsælt því spilaðar eru 8 umferðir en aðeins 4 bestu hringir gilda svo ekki þarf að mæta öll skiptin, þó við auðvitað mælum með því þar sem veitt voru nándarverðlaun og dregið út glæsileg skorkortaverðlaun í hverri viku. Úrslitin í Sumarmótaröðinni 2024 fóru þannig: 1. sæti Ingveldur B Jóhannesdóttir á 149 punktum fyrir 4 hringi fékk hún glæsilegt Garmin Approach 70 úr. 2. sæti Bjarndís Jónsdóttir á 148 punktum fyrir 4 hringi (betri á síðasta hring) og fékk hún í verðlaun Garmin Venu úr. 3. sæti Ágústa Hugrún Bárudóttir á 148 punktum fyrir 4 hringi og fær hún í verðlaun Garmin Approach 42 úr. Vinkonumót GR konur eignuðust nýjar vinkonur en í ár byrjuðum við að spila við Keiliskonur, spilað verður við þær annaðhvort ár svo næst spilum við 2026 um farandikarinn. Vinkonumótið var spilað þann 11. júní í Grafarholti mögulega á besta degi sumarsins og seinni hring þann 19. júní á Hvaleyrinni við aðeins aðrar aðstæður. Það fór þannig í ár að GR konur höfðu sigur þetta árið. Nýliðamót Nýliðamót GR kvenna var haldið í annað sinn sunnudaginn 21. júlí á Landinu á Korpunni. Aðalstyrktaraðilar mótsins var Bláa lónið og Númer eitt heilsuvöruvefverslun. Mjög skemmtilegt mót sem sennilega er búið að festa sig í sessi. Mótið er aðallega hugsað til að kynnast öðrum GR konum og læra golfreglur, skrifaðar og óskrifaðar. Á mótinu er dómari sem er mjög sýnilegur sem veitir fræðslu fyrir hring og á meðan mótið er spilað. Dæmi um það sem er farið yfir eru hvar skilja á settið eftir þegar farið er inná flöt og lausnarmöguleikar vegna ósláanlegs bolta. 1. sæti Kolbrún Birgisdóttir 2. sæti Ásrún Ýr Rúnarsdóttir 3. sæti Þóra Björk Sigurþórsdóttir Tilbúnar að hefja leik á vormótinu. Sigurvegarar nýliðamóts GR kvenna. Anna Sigurjónsdóttir og hollið hennar á vinkonumótinu. Sigurvegarar sumarmótaraðar Garmin og GR kvenna, frá vinstri Ágústa Bárudóttir, Ingveldur B. Jóhannesdóttir og Bjarndís Jóns dóttir.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==