KYLFINGUR 2024
Logi Sigurðsson, GS sigraði í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni karla 2024 en hann hafði betur gegn Jóhannesi Guðmundsson úr GR, 3/2 í úrslitaleiknum sem fram fór á Garða velli á Akranesi í gær. Kristján Þór Einarsson, GM, varð þriðji en hann sigraði Jóhann Frank Halldórsson, GR, á lokaholunni í leikn um um bronsverðlaunin. Úrslitaleikurinn, þar sem Logi og Jóhannes Guðmundsson, GR, mættust var jafn þar sem að þeir skiptust á vinna holur. Jóhannes var 2 holur upp eftir 7 holur. Logi vann næstu þrjár holur og komst yfir í fyrsta sinn í leiknum á 10. holu. Logi vann 13. og 14., og tryggði síðan sigurinn á 16. flötinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Logi fagnar þessum titli en hann sigraði á Íslands mótinu í golfi í fyrra – og er hann því handhafi tveggja stærstu titlanna í karlaflokki á GSÍ mótaröðinni. Íslands mótið í golfi þar sem keppt er í högg leik fer fram dagana 18. til 21. júlí á heimavelli Loga, Hólmsvelli í Leiru. Alls hafa 26 leikmenn fagnað þessum titli í karlaflokki frá árinu 1988 þegar Íslandsmótið í holukeppni fór fyrst fram. Birgir Leifur Hafþórsson er sigur sælastur með alls fjóra titla 1994, 1996, 2004 og 2010. Björgvin Sigur bergsson er með þrjá titla, 1992, 1998 og 200. Sex leikmenn hafa sigrað tvívegis, Úlfar Jónsson (1988 og 1993), Haraldur Heimisson (2001 og 2003), Ottó Sigurðsson (2005 og 2007), Kristján Þór Einarsson (2009 og 2014), Axel Bóasson (2015 og 2020) og Rúnar Arnórsson (2019 og 2020). Rúnar er sá eini sem hefur náð að verja titilinn í karlaflokki í þau 36 skipti sem mótið hefur farið fram. Kylfingur óskar Loga til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og okkar mönn um til hamingju með frábæran árang ur. Logi hafði betur gegnJóhannesi Guðmundssyni umÍslands- meistaratitilinn í holukeppni Þrír efstu: Jóhannes Guðmundsson, Logi Sigurðsson og Kristján Þór Einarsson. 80 I KYLFINGUR I
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==