KYLFINGUR 2024

82 I KYLFINGUR I Sigríður Rafnar Pétursdóttir Hvenær varðstu félagi í GR? Það var árið 2008. Af hverju varð golf fyrir valinu? Mamma og hennar maður hafa lengi verið á bólakafi í golfi, þau kveiktu áhugann hjá mér og ég svo aftur hjá eigin­ manni og börnum. Golf er frábært fjölskyldusport, þetta er aðaláhugamálið. Fyrir utan að vera góð hreyfing og úti­ vera nærir samveran, nátt­ úran og það sem golfið út­ heimtir til árangurs andann. Það er alltaf gaman í golfi! Hver er forgjöfin í dag? Ég lokaði tímabilinu í ár með 18,5. Korpan eða Grafarholt? Við búum í Grafarholti, svo þessu er auðsvarað, heimahagarnir! Fallegur, krefjandi og skemmtilegur völlur. Nýja 17. brautin er sérlega glæsileg og aðrar nýlegar breytingar vel heppnaðar. En Korpan er auðvitað yndisleg líka. Hvernig hefur þér gengið, einhverjir eftirminnilegir sigrar? Fyrst og fremst er ég í þessu ánægj­ unnar vegna og að keppa við sjálfa mig. En það er gaman að taka þátt í mótum af og til, láta reyna á taugar og hæfileika – og að krydda hversdagsspil með keppni. Mér finnst mikil stemmning í meistaramótum og er alltaf ánægð með mig þegar sú þolraun er að baki. Ég hef komist á pall og verið nálægt því – og unnið til verðlauna í smærri mótum, meðal annars í liða­ keppni. Svo er alltaf sigur að spila Lautina, 3. braut á Húsavík, sómasam­ lega. Hún er kröpp hundslöpp til hægri inn í djúpa dæld og flötin á palli, mjög sérstök! Eftirminnileg atvik eða skemmtilegar sögur? Meistaramótið 2024 er ekki síst eftir­ minnilegt fyrir erfiðar aðstæður. Skorið á fyrsta degi var í námunda við PB, en svo hallaði undan fæti eins og stundum gerist í golfinu! Félagsskapurinn var góður, en úrhellisrigning og rok reyndu á úthaldið (útkoman þó 4. sæti) – gengur bara betur næst! Á vellinum þarf stutta spilið að vera í sambandi og lukkan helst með manni. Fuglafær­ unum hefur allavega fjölgað í seinni tíð! Tilþrifin eru mest hjá frumburð­ inum, örninn úr hægri sandgryfjunni við flötina á 7. braut í Grafarholti var til dæmis alveg geggjaður hjá henni í sumar. Svo er mjög eftirminnilegur fuglinn sem sonurinn fékk í árdaga spilamennsku sinnar á 6. braut. Hann átti arfaslakt stutt teighögg – en 2. högg rataði í holu við mikil fagnaðar­ læti. Eftir því sem börnunum fer fram í golfíþróttinni eykst metnaðurinn klár­ lega hjá mér. Hver er sá besti sem þú hefur spilað með? Spilafélagarnir hafa auðvitað verið fjölmargir frábærir gegnum tíðina. En ég verð að nefna dóttur mína, Ásdísi Rafnar Steingrímsdóttur, Íslandsmeist­ ara í holukeppni 15-16 ára, 2024! Hefurðu farið holu í höggi? Nei ekki ennþá. Ég hafði heldur aldrei séð svoleiðis gerast fyrr en í sumar; þá í tvígang og í báðum tilvikum á Sjónum á Korpu. Besti golfvöllur sem þú hefur leikið? La Galiana, La Manga og La Sella á Spáni koma fyrst upp í hugann. Á Fróni eru í sérstöku uppáhaldi Selsvöllur á Flúðum og Katlavöllur á Húsavík, enda spila ég báða reglulega. Kann líka alltaf vel við mig á Jaðarsvelli á Akureyri. En heima er best! Eitthvað hjá GR sem betur mætti fara? Ég er þakklát fyrir góða umgjörð, þjón­ ustu og umönnun valla. Það mætti þó gjarnan slétta betur vissa teiga í Grafarholti. Eitthvað að lokum? Ég vil hvetja til áframhaldandi metn­ aðar í barna-, ungmenna- og afreks­ starfi klúbbsins. Golfið er fyrir alla, unga sem aldna. Áfram GR! ÞANNIG VAR NÚ ÞAÐ!

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==